Loðnuvertíðin er að hefjast fyrir fullt og er fyrsta loðnan að berast til löndunar víðsvegar um landið. Heimaey VE, uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja, kom með fyrstu loðnuna til Eyja á yfirstandandi vertíð þegar skipið lagði við bryggju í gærkvöldi með 800 tonna afla.
Sigurður VE, sem Ísfélagið gerir einnig út, landaði 860 tonnum á Þórshöfn á mánudag.
Ísfélag Vestmannaeyja er með með mestu hlutdeildina í loðnu, 19%. Hefur útgerðin því heimildir til veiða á rúmlega 26 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni.