Fyrsta loðnan komin til Eyja

Áhöfnin á Heimaey kom til hafnar í Eyjum í gærkvöldi …
Áhöfnin á Heimaey kom til hafnar í Eyjum í gærkvöldi með fyrstu loðnufarm skipsins á vertíðinni. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Loðnu­vertíðin er að hefjast fyr­ir fullt og er fyrsta loðnan að ber­ast til lönd­un­ar víðsveg­ar um landið. Heima­ey VE, upp­sjáv­ar­skip Ísfé­lags Vest­manna­eyja, kom með fyrstu loðnuna til Eyja á yf­ir­stand­andi vertíð þegar skipið lagði við bryggju í gær­kvöldi með 800 tonna afla.

Sig­urður VE, sem Ísfé­lagið ger­ir einnig út, landaði 860 tonn­um á Þórs­höfn á mánu­dag.

Ísfé­lag Vest­manna­eyja er með með mestu hlut­deild­ina í loðnu, 19%. Hef­ur út­gerðin því heim­ild­ir til veiða á rúm­lega 26 þúsund tonn­um af loðnu á vertíðinni.

Það var dimmt þegar Heimaey kom til hafnar.
Það var dimmt þegar Heima­ey kom til hafn­ar. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son
mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son
mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son



mbl.is