Fyrsta loðnan komin til Eyja

Áhöfnin á Heimaey kom til hafnar í Eyjum í gærkvöldi …
Áhöfnin á Heimaey kom til hafnar í Eyjum í gærkvöldi með fyrstu loðnufarm skipsins á vertíðinni. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Loðnuvertíðin er að hefjast fyrir fullt og er fyrsta loðnan að berast til löndunar víðsvegar um landið. Heimaey VE, uppsjávarskip Ísfélags Vestmannaeyja, kom með fyrstu loðnuna til Eyja á yfirstandandi vertíð þegar skipið lagði við bryggju í gærkvöldi með 800 tonna afla.

Sigurður VE, sem Ísfélagið gerir einnig út, landaði 860 tonnum á Þórshöfn á mánudag.

Ísfélag Vestmannaeyja er með með mestu hlutdeildina í loðnu, 19%. Hefur útgerðin því heimildir til veiða á rúmlega 26 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni.

Það var dimmt þegar Heimaey kom til hafnar.
Það var dimmt þegar Heimaey kom til hafnar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson



mbl.is