Risastórt laxasláturskip er í ferðum milli Dýrafjarðar og Ísafjarðarhafnar og þaðan fara flutningabílar á 50 mínútna fresti til Suðurnesja og austur á land þar sem laxinum er pakkað til útflutnings. Aðstaða til að starfrækja þetta óvenjulega sláturhús, sem er dreift um landið, var sett upp á mettíma til að leysa tímabundinn vanda í slátrun hjá Arctic Fish, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.
Arnarlax hefur slátrað laxi fyrir Arctic Fish í sláturhúsinu á Bíldudal. „Það er takmörkuð afkastageta í slátruninni. Framleiðslan er orðin það mikil að þeir 80 starfsmenn, sem eru í sláturhúsinu á Bíldudal, hafa ekki undan,“ segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.