Laxinum slátrað beint úr kvíunum

Sláturskipið Norwegian Gannett er að athafna sig við laxakvíarnar á …
Sláturskipið Norwegian Gannett er að athafna sig við laxakvíarnar á Dýrafirði þessar vikurnar. Það siglir þriðja hvern dag til Ísafjarðar. Ljósmynd/Bernharður Guðmundsson

Risa­stórt laxaslát­ur­skip er í ferðum milli Dýra­fjarðar og Ísa­fjarðar­hafn­ar og þaðan fara flutn­inga­bíl­ar á 50 mín­útna fresti til Suður­nesja og aust­ur á land þar sem lax­in­um er pakkað til út­flutn­ings. Aðstaða til að starf­rækja þetta óvenju­lega slát­ur­hús, sem er dreift um landið, var sett upp á mettíma til að leysa tíma­bund­inn vanda í slátrun hjá Arctic Fish, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu.

Arn­ar­lax hef­ur slátrað laxi fyr­ir Arctic Fish í slát­ur­hús­inu á Bíldu­dal. „Það er tak­mörkuð af­kasta­geta í slátr­un­inni. Fram­leiðslan er orðin það mik­il að þeir 80 starfs­menn, sem eru í slát­ur­hús­inu á Bíldu­dal, hafa ekki und­an,“ seg­ir Daní­el Jak­obs­son, fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar hjá Arctic Fish.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: