Allt á fullu hjá Hampiðjunni í Neskaupstað

Unnið að nót í húsakynnum Hampiðjunnar í Neskaupstað vegna loðnuvertíðarinnar.
Unnið að nót í húsakynnum Hampiðjunnar í Neskaupstað vegna loðnuvertíðarinnar. Ljósmynd/Hampiðjan Neskaupstað

Loðnu­vertíðin er að hefjast og við slík tíma­mót er auðvitað nóg um að gera á neta­verk­stæðum lands­ins. Barði NK sótti sína nót til Hampiðjunn­ar í Nes­kaupstað í gær, að því er fram kem­ur í færslu á Face­book-síðu fyr­ir­tæk­is­ins

Þar seg­ir að unnið hafi verið hörðum hönd­um að und­an­förnu og nóg sé að gera að klára all­ar þær næt­ur sem nýta á á vertíðinni. Gert er ráð fyr­ir að upp­sjáv­ar­skip­in komi hvert af öðru næstu daga að sækja næt­ur sín­ar.

„Þá er fyrsta grunnnót­in far­in úr húsi hjá okk­ur, Barðinn kom í dag og tók sína nót.  Búið að vera stíf vinna und­an­farið að klára næt­urn­ar.  En allt hefst þetta alltaf að lok­um,“ seg­ir í færsl­unni.

Barði NK sækir nót til Hampiðjunnar vegna loðnuvertíðarinnar.
Barði NK sæk­ir nót til Hampiðjunn­ar vegna loðnu­vertíðar­inn­ar. Ljós­mynd/​Hampiðjan Nes­kaupstað
Ljós­mynd/​Hampiðjan Nes­kaupstað



mbl.is