Loðnuvertíðin er að hefjast og við slík tímamót er auðvitað nóg um að gera á netaverkstæðum landsins. Barði NK sótti sína nót til Hampiðjunnar í Neskaupstað í gær, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins
Þar segir að unnið hafi verið hörðum höndum að undanförnu og nóg sé að gera að klára allar þær nætur sem nýta á á vertíðinni. Gert er ráð fyrir að uppsjávarskipin komi hvert af öðru næstu daga að sækja nætur sínar.
„Þá er fyrsta grunnnótin farin úr húsi hjá okkur, Barðinn kom í dag og tók sína nót. Búið að vera stíf vinna undanfarið að klára næturnar. En allt hefst þetta alltaf að lokum,“ segir í færslunni.