Getur ekki hugsað sér að fara á stefnumót

Leikkonan Susan Lucci missti eiginmann sinn í fyrra eftir 52 …
Leikkonan Susan Lucci missti eiginmann sinn í fyrra eftir 52 ára hjónaband. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Sus­an Lucci varð ekkja í fyrra þegar hún missti eig­in­mann sinn til 52 ára, Helmut Huber, í mars 2022. Hún seg­ist ekki geta ímyndað sér að fara á stefnu­mót eft­ir and­lát eig­in­manns síns.

Lucci er þekkt­ust fyr­ir að fara með hlut­verk Arica Kane í sápuóper­unni All My Children frá ár­inu 1970 til 2011. Þar að auki hef­ur hún farið með hlut­verk í þáttaröðunum Dallas, Hot In Cleve­land og Army Wi­ves. Hún var einnig kynn­ir á Sat­ur­day Nig­ht Live árið 1990.

Kynnt­ust á sjö­unda ára­tugn­um

Hjón­in kynnt­ust á veit­ingastað á Garden City-hót­el­inu á Long Is­land á sjö­unda ára­tugn­um, en þá var Lucci þjónn og Huber yfir­kokk­ur. Þau giftu sig í sept­em­ber árið 1969 og eignuðust tvö börn. 

Of snemmt að íhuga róm­an­tík

Í sam­tali við Page Six sagði Lucci ekki hafa neinn áhuga á stefnu­mót­um. „Nei, ég get ekki ímyndað mér það,“ sagði leik­kon­an og út­skýrði að það væri of snemmt fyr­ir hana að byrja að íhuga róm­an­tík. „Það eru bara tíu mánuðir síðan. Það er ekki lang­ur tími.“

Miss­ir­inn hef­ur reynst Lucci erfiður, en hún seg­ist þó sem bet­ur fer vera ansi upp­tek­in enda eigi hún mikið af góðum vin­um sem halda henni fé­lags­skap og fara með henni út. 

mbl.is