Loðnuráðgjöf hækkar um 57 þúsund tonn

Sigurður VE-15 kemur til löndunar á Þórshöfn. Áhafnir loðnuskipanna geta …
Sigurður VE-15 kemur til löndunar á Þórshöfn. Áhafnir loðnuskipanna geta nú fagnað því að hámarksafli vertíðarinnar hækkar um 26%. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að há­marks­afli á yf­ir­stand­andi loðnu­vertíð verði 275.705 tonn. Það er rúm­lega 57 þúsund tonna aukn­ing frá fyrri ráðgjöf sem var 218.400 tonn og nem­ur aukn­ing­in því 26%.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að „ráðgjöf­in bygg­ir á sam­tekn­um niður­stöðum á mæl­ing­um á stærð veiðistofns í haust­leiðangri (763 þús. tonn) og leiðangri sem fór fram dag­ana 23.-30. janú­ar (732 þús. tonn).“

Um vetr­ar­mæl­ing­una seg­ir að „aðstæður til mæl­inga voru þokka­leg­ar þessa daga og náðist yfir allt fyr­ir­fram ákveðið rann­sókna­svæði ef und­an er skilið vest­asti hlut­inn. Þar hamlaði haf­ís yf­ir­ferðinni. […] Ráðgjöf um afla­mark bygg­ist á því að 95% lík­ur séu á að hrygn­ing­ar­stofn­inn í mars verði yfir 150 000 tonn­um að teknu til­liti til afráns.“

Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar tóku bæði þátt í vetrarmælingu loðnustofnsins.
Rann­sókna­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar tóku bæði þátt í vetr­ar­mæl­ingu loðnu­stofns­ins. mbl.is/​sisi

Mis­ræmi var milli mæl­inga

Í októ­ber síðastliðnum lagði Haf­rann­sókn­un til að há­marks­afli á vertíðinni yrði ekki meiri en 218.400 tonn og byggði hún á niður­stöðum berg­máls­mæl­inga á loðnu­stofn­in­um á tíma­bil­inu 27. ág­úst til 29. sept­em­ber. Var ráðgjöf­in tölu­verð von­brigði þar sem um var að ræða 45,4% minna magn en gert var ráð fyr­ir í upp­hafs­ráðgjöf en hún nam 400.000 tonn­um og byggði á magni ókynþroska loðnu í haust­mæl­ing­um 2021.

Vegna þessa mikla mis­ræm­is milli mæl­inga var ákveðið að bíða ekki fram að vetr­ar­mæl­ingu í janú­ar og var haldið í auka-leiðang­ur í des­em­ber. Sú stofn­mæl­ing skilaði ekki mark­tæk­um niður­stöðum þar sem loðnan hafði ekki hafið göngu sína og hélt sig enn und­ir haf­ísn­um. Var því ekki hægt að end­ur­skoða ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á þeim grund­velli.

Tryggðu áreiðan­leika með könn­un

Til að tryggja að vetr­ar­mæl­ing­in á loðnu­stofn­in­um yrði mark­tæk hélt rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son í könn­un­ar­leiðang­ur þar sem safnað var upp­lýs­ing­um um göng­ur og dreif­ingu loðnu­stofns­ins norður og aust­ur af land­inu.

Þann 23. janú­ar létu síðan fimm skip frá bryggju og héldu til mæl­inga á stærð loðnu­stofns­ins. Bæði skip Haf­arnn­sókna­stofn­un­ar tóku þatt, Árni Friðriks­son og Bjarni Sæ­munds­son, auk þriggja skipa upp­sjáv­ar­út­gerða; Heima­ey frá Vest­manna­eyj­um, Jóna Eðvalds­dótt­ir og Ásgrím­ur Hall­dórs­son frá Hornafirði.

Niður­stöður þess leiðang­urs eru, eins og fyrr seg­ir, grund­völl­ur end­ur­skoðaðarar ráðgjaf­ar.

Gert er ráð fyr­ir að Árni Friðriks­son haldi til loðnu­könn­un­ar á ný 10. fe­brú­ar.

mbl.is