Afgreiddu 27 brottkastsmál á síðasta ári

Fiskistofa afgreiddi 27 brottkastsmál á síðasta ári. Níu voru sviptir …
Fiskistofa afgreiddi 27 brottkastsmál á síðasta ári. Níu voru sviptir leyfi til veiða frá einni viku upp í átta. mbl.is/Árni Sæberg

Á ár­inu 2022 lauk Fiski­stofa meðferð 27 brott­kasts­mála með ákvörðun um viður­lög, þar af átján áminn­ing­ar og níu veiðileyf­is­svipt­ing­ar, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu.

Þar seg­ir að að tvö skip hafi verið svipt veiðileyfi í at­vinnu­skyni í viku og fimm skip hafi verið svipt leyfi í tvær vik­ur. Brot tveggja skipa mat Fiski­stofa meiri­hátt­ar og var eitt þeirra svipt veiðileyfi í fjór­ar vik­ur og hitt í átta vik­ur, en bæði mál­in voru kærð til lög­reglu.

„Í öll­um til­vik­um höfðu veiðieft­ir­lits­menn Fiski­stofu eft­ir­lit með veiðum skip­anna með drón­um. Brota­mál­um vegna brott­kasts hef­ur fjölgað mjög eft­ir að drón­ar voru tekn­ir í notk­un hjá Fiski­stofu árið 2021,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá er vak­in at­hygli á því að ákv­arðanir um svipt­ingu veiðileyfa séu birt­ar á vef stofn­un­ar­inn­ar til að stuðla að gagn­sæi í störf­um stofn­un­ar­inn­ar og tryggja fyr­ir­sjá­an­leika fyr­ir þá sem starfa í grein­inni. Auk þess er birt­ing­in sögð vera til þess fall­in að auka varnaðaráhrif ákv­arðana Fiski­stofu.

mbl.is