Segja gæsluvarðhald og einangrun undantekningu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Samsett mynd/mbl.is

Dóms­málaráðuneytið seg­ir vill­andi að full­yrða að gæslu­v­arðahaldi og ein­angr­un sé beitt sem einskon­ar meg­in­reglu við rann­sókn saka­máli og að úrræðinu sé mis­beitt. Þess­um úrræðum sé aðeins beitt í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um gagn­vart ein­stak­ling­um sem eru hand­tekn­ir og það sýni töl­fræði. Þá seg­ir ráðuneytið að horfa þurfi til mis­mun­andi heim­ilda til varðhalds hér á landi og í ná­granna­lönd­un­um þegar töl­fræði á varðhaldi og ein­angr­un milli landa er skoðuð. Jafn­framt tel­ur ráðuneytið skil­grein­ingu á ein­angr­un ekki eiga við um aðstæður hér á landi.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í svör­um ráðuneyt­is­ins vegna skýrslu sem Am­nesty in­ternati­onal á Íslandi gaf ný­lega út um gæslu­v­arðhald og ein­angr­un hér á landi. Var þar meðal ann­ars bent á að ein­angr­un­ar­vist væri hér beitt óhóf­lega og að ít­rekað væri brotið gegn alþjóðlegu banni gegn pynt­ing­um og ann­arri ómann­legri eða van­v­irðandi meðferð eða refs­ingu, meðal ann­ars með að beita ein­angr­un gegn börn­um og ein­stak­ling­um með fötl­un og geðrask­an­ir. Þá seg­ir ráðuneytið ekki hægt að verða við áskor­un um að taka ein­angr­un­ar­á­kvæði al­farið úr lög­um.

Í skýrsl­unni kom meðal ann­ars fram að sex af hverj­um tíu gæslu­v­arðhalds­föng­um hér á landi hafi árið 2021 sætt ein­angr­un­ar­vist og að á tíma­bil­inu 2012 til 2021 sættu 825 ein­stak­ling­ar ein­angr­un­ar­vist. Af þeim voru tíu á aldr­in­um 15-17 ára.

Í fram­haldi af þessu hef­ur meðal ann­ars fang­els­is­mála­stjóri stigið fram og sagt óeðli­legt að fatlaðir og börn séu vistuð í ein­angr­un.

Sæta „aldrei slíkri ein­angr­un hér­lend­is“

Í til­kynn­ingu dóms­málaráðuneyt­is­ins á eig­in vef kem­ur fram að meg­ingagn­rýni Am­nesty bein­ist að notk­un ein­angr­un­ar­vist­ar, ekki síst hjá 15-17 ára. Vís­ar ráðuneytið í skil­grein­ingu Am­nesty á ein­angr­un­ar­vist þar sem seg­ir:  „vist­un án inni­halds­ríkra sam­skipta við aðra mann­eskju í  22 klukku­stund­ir á sól­ar­hring.“ Ráðuneytið seg­ir þetta ekki eiga við ein­angr­un­ar­vist barna. „Sam­kvæmt staðfest­um upp­lýs­ing­um Fang­els­is­mála­stofn­un­ar sæta ein­stak­ling­ar, á þess­um aldri, aldrei slíkri ein­angr­un hér­lend­is,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ekki er nán­ar vikið að því hvað sé öðru­vísi í slíkri vist­un hér en þessi skil­grein­ing til­tek­ur, en þó er nefnt að fanga­verðir sem sinni föng­um í ein­angr­un séu mjög meðvitaðir um erfiða upp­lif­un sem það er að sæta ein­angr­un og leggi sig fram um að eiga virðing­ar­verð sam­skipti og sýni þeim alúð. Þá seg­ir að Fang­els­is­mála­stofn­un muni leita leiða til að auka sam­skipti og þjón­ustu við þá sem sæti ein­angr­un.

Einangrunarvist í gæsluvarðhaldi er beitt óhóflega hér á landi að …
Ein­angr­un­ar­vist í gæslu­v­arðhaldi er beitt óhóf­lega hér á landi að mati Am­nesty. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ein­angr­un í 0,6% til 1,2% til­vika

Í til­kynn­ing­unni er bent á að sak­hæfis­ald­ur á Íslandi sé 15 ára og að þegar um sé að ræða ein­stak­linga 15-17 ára sé ávallt skoðað hvort mögu­leiki sé á vist­un utan fang­els­is, þ.e. úrræði á veg­um barna­vernd­ar­yf­ir­valda. Ef það tekst ekki í upp­hafi sé það reynt eins fljótt og kost­ur sé á og að ef þörf reyn­ist á fang­elsi til ein­angr­un­ar þá fylgi því ekki sam­gang­ur við aðra og eldri fanga.

Ráðuneytið bend­ir á að aðeins í 1-2% til­vika sé farið fram á gæslu­v­arðhald yfir þeim sem eru hand­tekn­ir hér á landi. Hinir séu látn­ir laus­ir inn­an 24 klukku­stunda, en það er sá tími sem lög­regla hér á landi get­ur hneppt ein­stak­linga í varðhald án þess að fá úr­sk­urð dóm­ara. Af þess­um 1-2% sé svo farið fram á ein­angr­un í um 60% til­vika. Því sé aðeins not­ast við ein­angr­un í 0,6% til 1,2% af öll­um þeim til­vik­um þar sem fólk er hand­tekið. Seg­ir ráðuneytið því vill­andi að full­yrða að þetta úrræði sé einskon­ar meg­in­regla. „Töl­fræði sýn­ir þvert á móti að gæslu­v­arðhaldi og ein­angr­un er beitt í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um gagn­vart ein­stak­ling­um sem eru hand­tekn­ir og grunaðir um refsi­verða hátt­semi.“

Ná­granna­lönd með rýmri heim­ild­ir

Vís­ar ráðuneytið jafn­framt til þess að á Íslandi séu fæst­ir gæslu­v­arðhalds­fang­ar á hverj­um degi á hverja 100 þúsund íbúa. Þeir séu 6 á Íslandi á ár­un­um 2012 til 2020, en til sam­an­b­urðar séu þeir 11 í Finn­landi, 16 í Svíþjóð, 18 í Nor­egi og 21 í Dan­mörku.

Þá er bent á að í ná­granna­lönd­um okk­ar hafi lög­regla jafn­an 48-72 klukku­stund­ir til þess að rann­saka saka­mál með sak­born­ing í varðhaldi án þess að bera málið und­ir dóm­ara. Á þeim tíma fær sak­born­ing­ur aðeins að hringja í sinn lög­mann, fær ekki heim­sókn­ir og fær ekki að um­gang­ast aðra fanga. „Þenn­an tíma­mun gæti þurft að hafa í huga þegar bor­in er sam­an töl­fræði á milli landa um gæslu­v­arðhalds­úrsk­urði og ein­angr­un­ar­vist,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ísland er aðili að alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um sem varða stöðu frels­is­sviptra, meðal ann­ars á veg­um Sam­einuðu þjóðanna og Evr­ópuráðsins. Seg­ir í til­kynn­ing­unni að unnið sé að ýms­um bót­um eft­ir at­huga­semd­ir þess­ara aðila, en þær snúa meðal ann­ars að þjón­ustu við þá sem hafa verið frels­is­svipt­ir. Ætlar ráðuneytið einnig að fara vand­lega ofan í skýrslu Am­nesty og þær ábend­ing­ar sem þar kom fram. Er sér­stak­lega vísað til at­huga­semda um heil­brigðisþjón­ustu og lof­ar ráðuneytið að farið verði vand­lega yfir aðkomu geðheil­brigðis­fólks til að draga úr skaðleg­um áhrif­um ein­angr­un­ar­vist­ar.

Sér­stök gæslu­v­arðhald­sein­ing í skoðun

Þá vís­ar ráðuneytið til þess að á þing­mála­lista í vet­ur sé frum­varp um breyt­ingu á saka­mála­lög­um þar sem meðal ann­ars er verið að skoða at­huga­semd­ir sem komu fram í út­trekt á veg­um Sam­einuðu þjóðanna, einkum sem við koma börn­um og fólki með geðræn vanda­mál, líkt og Am­nesty bein­ir spjót­um sín­um að.

„Í þeirri upp­bygg­ingu sem stefnt er að í fang­els­is­mál­um er sér­stak­lega til skoðunar að koma fyr­ir gæslu­v­arðhald­sein­ingu þar sem unnt er að viðhafa tak­mark­an­ir vegna rann­sókn­ar­hags­muna sem ganga skem­ur en ein­angr­un (síma­bann, heim­sókn­ar­bann, fjöl­miðlabann o.þ.h.),“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Ekki á því að af­nema beri ein­angr­un

Ráðuneytið seg­ir að við rann­sókn saka­mála sé það for­gangs­atriði að sak­born­ing­ar geti ekki spillt sönn­un­ar­gögn­um eða þar sem fleiri sak­born­ing­ar séu til staðar sam­mælst um framb­urð. Því noti lög­reglu­yf­ir­völd um all­an heim ákveðnum sam­skipta­tak­mörk­un­um á fyrstu stig­um rann­sókna. „Að mati dóms­málaráðuneyt­is­ins er því ekki unnt, þrátt fyr­ir af­stöðu Am­nesty In­ternati­onal, að taka slík úrræði al­farið úr lög­um enda virðast önn­ur ríki ekki hafa farið þá leið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni, en bætt er við að ráðuneytið taki und­ir með Am­nesty að ein­angr­un skuli aðeins beita í al­gjör­um und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um þegar ljóst er að önn­ur úrræði dugi ekki til.

mbl.is