Unnið dag og nótt á Fáskrúðsfirði

Mikið líf og fjör er í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði núna. …
Mikið líf og fjör er í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði núna. Fjöldi norskra skipa hefur landað um 1.800 tonnum af loðnu á síðustu dögum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fjöldi norskra skipa hef­ur landað yfir 1.800 tonn­um af loðnu á Fá­skrúðsfirði síðustu daga. Nú er unnið nótt og dag í Loðnu­vinnsl­unni við að frysta loðnuna. Það sem flokk­ast und­an fer í bræðslu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins.

Friðrik Mar Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar seg­ir farm­ana ekki mjög stóra, 250 til 300 tonn, en safn­ist þegar sam­an kem­ur. Sex skip lönduðu fyr­ir helgi og þar á und­an lönduðu tvö skip.

„Nú er kom­in bræla og verður vænt­an­lega fram á miðviku­dag,“ seg­ir Friðrik og bæt­ir við að skip­in bíði veðrið af sér áður en haldið sé aft­ur út á miðin. „Það er bara fjög­urra til fimm tíma sigl­ing út á miðin frá okk­ur.“

Lesa má um­fjöll­un­ina í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: