Mörg loðnuskip nú í Austfjarðahöfnum

Tíu skip eru við bryggju á Seyðisfirði.
Tíu skip eru við bryggju á Seyðisfirði. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Á fjórða tug loðnuskipa voru í gær í höfnum á Austurlandi komin í skjól vegna aðsteðjandi vetrarlægðar sem stefndi að landinu. Alls 25 skip voru í höfnum Fjarðabyggðar, það er 8 á Eskifirði, fimm á Reyðarfirði og 11 á Fáskrúðsfirði. Tíu skip voru inni á Seyðisfirði.

„Núna er tíunda skipið að sigla inn fjörðinn og hér er þétt raðað á bryggjurnar,“ sagði Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður á Seyðisfirði í samtali við Morgunblaðið í gærdag. „Veðurspáin fyrir næstu daga er ekki beint spennandi og þeir skipstjórar sem ég hafði tal af sögðust búast við að vera hér inni á Seyðisfirði eitthvað fram í vikuna.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: