Mörg loðnuskip nú í Austfjarðahöfnum

Tíu skip eru við bryggju á Seyðisfirði.
Tíu skip eru við bryggju á Seyðisfirði. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Á fjórða tug loðnu­skipa voru í gær í höfn­um á Aust­ur­landi kom­in í skjól vegna aðsteðjandi vetr­ar­lægðar sem stefndi að land­inu. Alls 25 skip voru í höfn­um Fjarðabyggðar, það er 8 á Eskif­irði, fimm á Reyðarf­irði og 11 á Fá­skrúðsfirði. Tíu skip voru inni á Seyðis­firði.

„Núna er tí­unda skipið að sigla inn fjörðinn og hér er þétt raðað á bryggj­urn­ar,“ sagði Rún­ar Gunn­ars­son yf­ir­hafn­ar­vörður á Seyðis­firði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær­dag. „Veður­spá­in fyr­ir næstu daga er ekki beint spenn­andi og þeir skip­stjór­ar sem ég hafði tal af sögðust bú­ast við að vera hér inni á Seyðis­firði eitt­hvað fram í vik­una.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: