Slippurinn Akureyri opnar vöruþróunarsetur

Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri, segir vöruþróunarsetrið rökrétt skref …
Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri, segir vöruþróunarsetrið rökrétt skref í sókn félagsins. Ljósmynd/Slippurinn

Slipp­ur­inn Ak­ur­eyri hef­ur sett á lagg­irn­ar vöruþró­un­ar­set­ur, þar sem sér­hæfðir starfs­menn munu vinna að hönn­un og þróun marg­vís­legra tækni­lausna í mat­væla­vinnslu. Und­ir­bún­ing­ur­inn að setr­inu hef­ur staðið yfir í rúmt ár, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef fé­lags­ins.

Páll Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Slipps­ins, seg­ir í til­kynn­ing­unni ný­sköp­un­ar- og þró­un­ar­starf lyk­il­inn að framþróun fé­lags­ins á kom­andi árum. Verk­efni vöruþró­un­ar­set­urs­ins verði fjöl­breytt, sem komi til með að skila afurðum á markað og opna nýj­ar dyr að frek­ari verk­efn­um

Í júlí síðastliðnum festi Slipp­ur­inn kaup á fast­eign­um, vél­um, tækj­um og hluta hönn­un­ar Mar­taks í Grinda­vík, sem hef­ur boðið tækni­lausn­ir fyr­ir rækjuiðnaðinn og á síðustu árum sinnt sam­bæri­leg­um lausn­um fyr­ir vinnslu á hvít­fiski.

Eld­is­fisk og hvít­fisk

„Vöruþró­un­ar­setrið er rök­rétt skref í þá átt að sækja fram, enda hef­ur verk­efn­um í land­vinnslu fjölgað mikið hjá okk­ur á und­an­förn­um miss­er­um. Ég nefni í þessu sam­bandi gríðarlega upp­bygg­ingu í fisk­eldi víðs veg­ar um land, sem við mun­um kapp­kosta að þjón­usta og koma að ný­smíði, sem og í ann­arri mat­væla­vinnslu,“ út­skýr­ir Páll.

„Þegar eru í gangi vöruþró­un­ar­verk­efni sem lúta að vinnslu á bæði hvít­fiski og eld­is­fiski og í vöruþró­un­ar­setr­inu verður meðal ann­ars horft til þess að þróa tækni­lausn­ir Mar­taks enn frek­ar sem og að samþætt­ingu vöru­lína, svo sem hug­búnaðar­stýr­ing­ar og fleira. Við sjá­um sömu­leiðis fyr­ir okk­ur aukið sam­starf við frum­kvöðla og aðra aðila sem koma að vöruþróun með ein­um eða öðrum hætti,“ seg­ir hann.

Aukin áhersla er lögð á vöruþróun með nýju setri.
Auk­in áhersla er lögð á vöruþróun með nýju setri. Ljós­mynd/​Slipp­ur­inn

Hann seg­ir fé­lagið hafa sannað að það sé í fremstu röð í sjáv­ar­út­vegi á alþjóðavísu og vís­ar til þess að tekj­ur vegna er­lendra verk­efna hafi vaxið ört und­an­far­in ár.

„Slipp­ur­inn er fremsta þjón­ustu­stöð skipa á Íslandi og mun vera það áfram. Hérna starfa um 150 manns en einnig erum við í sam­starfi við fjöl­mörg fyr­ir­tæki til þess að geta boðið upp á heild­ar­lausn­ir í mat­væla­vinnslu. Hraðinn í vöruþróun er mik­ill og við slík­ar aðstæður sann­ast mik­il­vægi þekk­ing­ar og sam­vinnu. Vöruþró­un­ar­setr­inu er ein­mitt ætlað að vera öfl­ug­ur hlekk­ur í þeirri mik­il­vægu keðju,“ seg­ir Páll.

mbl.is