Lítið að frétta af miðunum

Mörg skip voru við bryggju í Norðfjarðarhöfn á meðan vonskuveður …
Mörg skip voru við bryggju í Norðfjarðarhöfn á meðan vonskuveður gekk yfir. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Vonsku­veður und­an­farna daga hef­ur gengið niður og eru fiski­skip­in byrjuð að halda á miðin á ný eft­ir að hafa beðið af sér versta kafl­ann.

„Í morg­un voru loðnu­skip­in Börk­ur NK, Beit­ir NK og Vil­helm Þor­steins­son EA að skima eft­ir loðnu út af Borg­ar­f­irði [Eystri],“ að því er fram kem­ur í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Þar seg­ir jafn­framt að tog­ar­arn­ir Vest­manna­ey VE og Berg­ur VE, sem legið hafa í Norðfjarðar­höfn, hafi einnig haldið til veiða og lét Gull­ver NS úr höfn á Seyðis­firði í gær­kvöldi.

„Héðan er held­ur lítið að frétta. Þetta leit vel út í myrkr­inu en skip­in hérna eru þó ekk­ert far­in að gera enn. Við höf­um semsagt eitt­hvað séð en ekk­ert aðhafst. Veðrið er gott og öldu­hæðin lít­il. Það er hins veg­ar mun verra veður sunn­ar,“ seg­ir Tóm­as Kára­son, skip­stjóri á Beiti NK, í færsl­unni.

Mik­ill fjöldi skipa var í höfn­um Aust­ur­lands um helg­ina á meðan beðið var eft­ir því að veður gengi niður. Fjöld­inn er óvenju mik­ill vegna loðnu­vertíðar og er fjöldi norskra skipa mætt til veiða í ís­lenskri lög­sögu.

mbl.is