Bill Gates er kominn með kærustu

Bill Gates virðist hafa fundið ástina á ný, rúmum tveimur …
Bill Gates virðist hafa fundið ástina á ný, rúmum tveimur árum eftir skilnað hans og Melindu Gates. AFP

Millj­arðamær­ing­ur­inn og meðstofn­andi Microsoft, Bill Gates, virðist hafa fundið ást­ina á ný. Rúm­lega tvö ár eru liðin frá því að Bill og eig­in­kona hans til 27 ára, Melinda Gates, skildu. Þau gengu í hjóna­band árið 1994 og eiga sam­an þrjú börn, þau Jenni­fer, Rory og Pheo­be. 

Fram kem­ur á vef Page Six að Bill og Paula Hurd séu nú í sam­bandi. Paula er ekkja Mark Hurd, fyrr­ver­andi for­stjóra Oracle, sem lést í októ­ber 2019 aðeins 62 ára að aldri eft­ir bar­áttu við krabba­mein. 

Deila ástríðu fyr­ir tenn­is

Bill og Paula hafa verið sam­an í meira en ár, en Paulu var lengst af lýst sem „huldu­konu“ í fjöl­miðlum. „Þau eru óaðskilj­an­leg. Þau hafa verið sam­an í meira en ár og henni hef­ur alltaf verið lýst sem „huldu­konu“ en það er eng­in ráðgáta fyr­ir fólkið í kring­um þau að þau séu í róm­an­tísku sam­bandi,“ sagði heim­ild­armaður Daily Mail á dög­un­um. 

Bill og Paula eru sögð hafa þekkst áður en Mark lést, en þau deila mik­illi ástríðu fyr­ir tenn­is. Í síðasta mánuði sást parið horfa á úrlist­a­leik karla í tenn­is á Opna ástr­alska meist­ara­mót­inu í Mel­bour­ne.

Bill Gates og Paula Hurd, sem er að taka mynd …
Bill Gates og Paula Hurd, sem er að taka mynd á sím­ann sinn, á tenn­is­leik. AFP

Sakaður um kyn­ferðis­lega áreitni

Mark var fram­kvæmda­stjóri tölvu- og prent­ara­fram­leiðslunn­ar Hewlett-Packed á ár­un­um 2005 til 2010, en hann sagði af sér í ág­úst 2010 eft­ir að hafa verið sakaður að áreita sam­starfs­konu sína kyn­ferðis­lega á vinnustaðnum.

Skömmu síðar var hann ráðinn til starfa hjá keppi­nautn­um Oracle, en þegar hann lést voru auðæfi hans met­in á um 500 millj­ón­ir banda­ríkja­dala sem nem­ur rúm­um 70 millj­örðum ís­lenskra króna á gengi dags­ins í dag. 

mbl.is