Óheimilt að varpa ónýtum afla fyrir borð

Fiskistofa bendir á að skyllt sé að koma með skemmdan …
Fiskistofa bendir á að skyllt sé að koma með skemmdan afla að landi. mbl.is/Árni Sæberg

Leyf­is­svipt­ing­ar Fiski­stofu vegna brott­kasts hafa vakið at­hygli og sitt sýn­ist hverj­um um aðferðir stofn­un­ar­inn­ar. Útgerðaraðilar sem blaðamaður hef­ur rætt við furða sig sum­ir á því hvort verið sé að refsa mönn­um fyr­ir að losa sig við ónýt­an fisk og afráns­fisk, t.d. fisk úr melt­ing­ar­vegi veidds þorsks.

„Meg­in­regl­an er að brott­kast er bannað […] en frá brott­kasts­bann­inu eru ör­fá­ar und­an­tekn­ing­ar sem eru til­tekn­ar í reglu­gerð um afla og auka­af­urðir,“ seg­ir í svari Fiski­stofu við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins er sneri að lönd­un­ar­skyldu fisks úr melt­ing­ar­vegi fiska og fisks sem er ekki í sölu­hæfu ástandi.

Bent er á að í ákvæði laga um um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar seg­ir um skemmd­an fisk: „Þess­um afla skal haldið aðskild­um frá öðrum afla skips­ins, hann veg­inn og skráður sér­stak­lega. Afla þenn­an er ein­göngu heim­ilt að nýta til bræðslu.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: