Ólíklegt að íslensk loðna rati til Rússlands

Norsk skip landa á Íslandi á hverri loðnuvertíð, en auk …
Norsk skip landa á Íslandi á hverri loðnuvertíð, en auk þess landa þau í Færeyjum. Þar eru ekki sömu takmarkanir á viðskipti við Rússland mbl.is/Albert Kemp

Fátt bend­ir til þess að loðna af Íslands­miðum verði flutt út til Rúss­lands þrátt fyr­ir get­gát­ur þar um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu. Sam­kvæmt gögn­um sem fær­eyska hag­stof­an, Hag­stova Forøya, birt­ir á vef sín­um hef­ur út­flutn­ing­ur sjáv­ar­af­urða dreg­ist sam­an svo um mun­ar síðastliðið ár og hef­ur ekki verið seld loðna til Rúss­lands síðan 2015.

Full­yrt var í um­fjöll­un norska blaðsins Fiskeri­bla­det að ekki væri hægt að úti­loka að 890 tonna loðnu­afli sem skipið Bir­ke­land landaði í Fær­eyj­um myndi enda í Rússlandi, þar sem Fær­ey­ing­ar eru ekki þátt­tak­end­ur í víðtæk­um þving­un­araðgerðum gegn Rússlandi.

Staðreynd­in er samt sú að út­flutn­ing­ur sjáv­ar­af­urða til Rúss­lands frá Fær­eyj­um hrundi í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: