Hvað felst í kjarasamningi sjómanna?

ÞAð var létt yfir fulltrúum samningsaðila þegar kjarasamningar voru undirritaðir. …
ÞAð var létt yfir fulltrúum samningsaðila þegar kjarasamningar voru undirritaðir. Brostu þeir Vilhjálmur Birgisson og Jens Garðar Helgason út að eyrum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kaup­trygg­ing hækk­ar í fyrsta sinn frá ár­inu 2019 og líf­eyr­is­rétt­indi sjó­manna verða jöfnuð við það sem viðgengst á al­menn­um vinnu­markaði. Þá bygg­ir kjara­samn­ing­ur stétt­ar­fé­laga sjó­manna og út­gerða, sem und­ir­ritaður var í gær­kvöldi, á fjór­um stoðum sem eru bætt rétt­indi og kjör, meira ör­yggi, aukið gagn­sæi og traust og um­bæt­ur á samn­ingi.

Þetta kem­ur fram í sam­eig­in­legri kynn­ingu samn­ingsaðila á inni­haldi kjara­samn­ings­ins, sem gild­ir í tíu ár.

Kaup­trygg­ing­ar hækka

Kaup­trygg­ing (lág­marks­laun) sjó­manna hækka um 127.247 krón­ur á mánuði sam­kvæmt nýj­um kjara­samn­ingi sem und­ir­ritaður var í gær­kvöldi. Er þetta fyrsta hækk­un kaup­trygg­ing­ar frá ár­inu 2019. Flest­ir sjó­menn eru með laun um­fram þetta en kaup­trygg­ing­in er grund­völl­ur tekna í til­felli til að mynda veik­inda.

Með samn­ingn­um verður yf­ir­vél­stjór­um, skip­stjór­um og yf­ir­stýri­mönn­um tryggðar 617.417 krón­ur á mánuði. Kaup­trygg­ing mat­sveina, fyrsta og ann­ars vél­stjóra, véla­varðar og báts­manns, 2. stýri­manns og neta­manns veða 535.723 krón­ur. Há­seti verður með 454.027 króna kaup­trygg­ingu.

Tíma­kaup og álags­greiðslur miða við kaup­trygg­ingu og hækk­ar það því einnig.

Hlátur faðmlög og klapp einkenndi endalok margra ára samningsleysi.
Hlát­ur faðmlög og klapp ein­kenndi enda­lok margra ára samn­ings­leysi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Líf­eyr­is- eða kaupauki

Mót­fram­lag út­gerðar í líf­eyr­is­sjóð hækk­ar um 3,5%, úr 8% í 11,5%. Þá fell­ur viðmið við heims­markaðsverð á olíu úr gildi og skipta­pró­sent­an færð í 69,2%, en var 70%. Um er að ræða sér­stakt bar­áttu­mál sjó­manna sem hafa óskað eft­ir því að þeir njóti sömu líf­eyr­is­rétt­inda og aðrir launþegar.

Þá er sjó­mönn­um gef­inn val­kost­inn að taka ekki við líf­eyris­auk­an­um og velja þess í stað kaupauka þar sem mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð helst óbreytt og viðmið við heims­markaðsverð á olíu er fellt úr gildi, en skipta­pró­sent­an hækk­ar þá í 70,5%.

Gagn­sæi í launa­upp­gjöri

Samn­ing­arn­ir gera ráð fyr­ir að í launa­upp­gjöri verði til­greint afla­magn og afla­verðmæti hverr­ar teg­und­ar, til­grein­ing veiðiferðar, skipt­ing í stærðarflokka og verð hvers flokks, skipta­pró­senta, fjöldi í áhöfn og fjöldi lög­skrán­ing­ar­daga.

Mark­mið þess­ara ákvæða er að auka gagn­sæi og traust í launa­mál­um sjó­manna.

Jafn­framt verður staðlaður fisk­verðssamn­ing­ur fyr­ir verð á upp­sjáv­ar­fiski og gert upp á um­sam­inni pró­sentu milli út­gerða og áhafna af áætluðu skila­verði afurða.

Kveðið er á um að sér­stak­ir fund­ir fari fram milli út­gerða, áhafna og stétt­ar­fé­laga við upp­haf og lok vertíða. Þá er út­gerðum gert að fara yfir sölu­horf­ur afurða og vænt­an­leg verð á vertíðinni við upp­haf vertíðar­inn­ar. Við lok vertíðar­inn­ar á út­gerð að skýra for­send­ur fyr­ir upp­gjöri, sýna söl­unót­ur afurða og til­kynna leiðrétt­ing­ar, ef um þær er að ræða.

Lagt er upp með að fræðsla til trúnaðarmanna verði auk­in og í ákveðnum til­vik­um heim­ilt að kjósa tvo trúnaðar­menn.

Auk­in veik­inda­rétt­ur

Slysa- og veik­inda­rétt­ur er lengd­ur í fjóra mánuði og er skip­verj­um tryggð staðgengils­laun í 60 daga á 120 daga tíma­bili.

Þá er gert ráð fyr­ir að komið veri á ör­ygg­is­nefnd sem vinn­ur mark­visst að mál­um er tengj­ast ör­yggi, heilsu og líðan á sjó með mark­mið um að fækka slys­um á sjó og draga úr álagi.

Hafa mánuð til að samþykkja

At­kvæðagreiðslu um kjara­samn­ing­inn lýk­ur 10. mars næst­kom­andi en hann nær til fjölda fé­laga, en kjara­samn­ing­ur­inn nær til:

  • Fé­lag skip­stjórn­ar­manna og fyr­ir hönd Skip­stjóra- og stýri­manna­fé­lags­ins Verðanda og Vís­is, fé­lagi skip­stjórn­ar­manna á Suður­nesj­um
  • VM – Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna
  • SSÍ, Sjó­manna­sam­band Íslands fyr­ir hönd Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, Verka­lýðsfé­lags Snæ­fell­inga, Verka­lýðs og sjó­manna­fé­lags Bol­ung­ar­vík­ur, Verka­lýðsfé­lags Vest­f­irðinga (VerkVest), Stétt­ar­fé­lags­ins Sam­stöðu, Öld­unn­ar – stétt­ar­fé­lags á Sauðár­króki, Sjó­manna­fé­lags Ólafs­fjarðar, Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar, Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags, Verka­lýðsfé­lags Þórs­hafn­ar, ASA vegna AFL-starfs­greina­fé­lags, Sjó­manna­fé­lags­ins Jöt­uns í Vest­manna­eyj­um, Verka­lýðsfé­lags­ins Bár­unn­ar, Efl­ingu stétt­ar­fé­lags, Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is og Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Sand­gerðis.
  • SVG – sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur
mbl.is