Sjómenn líklega best tryggðir til framtíðar

Heiðrún Lind vonast til að samningar verði samþykktir.
Heiðrún Lind vonast til að samningar verði samþykktir. Árni Sæberg

Meg­in­inn­tak kjara­samn­inga Sjó­manna­fé­lags Íslands (SSÍ) og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) lýt­ur að betri kjör­um og rétt­ind­um til framtíðar, auk hnit­miðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmæt­um úr sjó.

Greiðslur í líf­eyr­is­sjóð og kaup­trygg­ing hækka í sam­ræmi við samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði, auk þess sem áhersla er lögð á aukið gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf vegna fisk­verðsmá­la.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá SFS.

Samn­ing­arn­ir voru und­ir­ritaðir um miðnætti. Þeir eru til tíu ára en samn­ing­ar sjó­manna höfðu verið laus­ir frá ár­inu 2019.

Samningar voru undirritaðir í Karpshúsinu.
Samn­ing­ar voru und­ir­ritaðir í Karps­hús­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Laun­in hækka í sam­ræmi við hækk­andi fiski­verð

„Það er þannig í hluta­skipta­kerfi að sjó­menn eru afurðaverðstryggðir, þannig að þeir njóta þeirra rétt­inda að laun þeirra hækka í sam­ræmi við hækk­andi fisk­verð,“ seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, spurð hvers vegna samið hafi verið til tíu ára. 

„Við erum líka að tryggja það að sjó­menn njóti sam­bæri­legra kjara og aðilar á al­menna vinnu­markaðnum að því er varðar líf­eyr­is­sjóðsrétt­indi og önn­ur rétt­indi, og kaup­trygg­ingu og tíma­kaup í landi.

Þegar við erum með bein­um hætti búin að tengja þau kjör við kjara­samn­inga á al­menna vinnu­markaðnum þá eru þeir lík­lega sú starfs­stétt sem er best tryggð hvað varðar kaup og kjör til framtíðar,“ bæt­ir Heiðrún við.

mbl.is