„Þetta var stuttur túr, einungis rúmir tveir sólarhringar á sjó,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri á Gullver NS, í færslu á vef Síldarvinnslunnar. Ísfisktogarinn landaði 55 tonnum á Seyðisfirði á föstudaginn var.
„Upphaflega áttum við að landa á mánudag en það vantaði fisk í vinnsluna og því komum við fyrr til löndunar,“ útskýrir Þórhallur.
Hann segir jafnframt að veður hafi verið með besta móti þegar skipið var á veiðum á fimmtudag. „Veiðin gekk vel og aflinn var nær eingöngu þorskur og ýsa. Við byrjuðum í Berufjarðarálnum en færðum okkur síðan í Litladýpið.“
Gullver hélt á ný til veiða um hádegi í gær.