Loðnuvertíðin aðeins nokkurra vikna gluggi

Páll snorrason, framkvæmdastjóri Eskju á Eskifirði, segir fjórar til sex …
Páll snorrason, framkvæmdastjóri Eskju á Eskifirði, segir fjórar til sex vikur eftir af loðnuvertíðinni sem er ný hafin. Ljósmynd/Eskja

Loðnu­vertíðin er í start­hol­un­um en þó er stutt eft­ir af vertíðinni og megnið af 180 þúsund tonna loðnu­kvóta enn ónýtt­ur. Marg­ar afurðastöðvar sem taka við afl­an­um eru nú háðar olíu þar sem ekki fæst af­hent nægt raf­magn. 

„Við erum búin að aðlaga verk­smiðjurn­ar að raf­magni og með sjálf­bærni að leiðarljósi. Þetta er bara nýtt ástand sem þarf að bregðast við og við erum ein­mitt að fjár­festa mikið í nýj­um búnaði fyr­ir varaflið um þess­ar mund­ir,“ seg­ir Páll Snorra­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Eskju, í 200 míl­um sem fylgdi Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Páll seg­ir loðnu­vertíðina verða stutta. „Héðan í frá er um að ræða um það bil einn mánuð, kannski fimm vik­ur og von­andi sex. Ég á von á því að þess­ari loðnu­vertíð ljúki á bil­inu 15. til 20. mars. Við eig­um tölu­vert eft­ir að veiða á þess­um tíma­punkti og veður mun skipta sköp­um.“

Viðtalið við Pál má lesa í nýj­asta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: