Önnur gögn betri við mat á áhættu erfðablöndunar

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir reiknistuðul sem notaður var við …
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir reiknistuðul sem notaður var við gerð áhættumats erfðablöndunar hafa haft ágalla, en ástæða þess var að stofnuninni var gert að endurskoða áhættumat án þess að til væru gögn um framleiðslu fiskeldisfyrirtækjanna. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Lík­lega er  há­marks­líf­massi ekki besta ein­ing­in til að fylgja eft­ir áhættu erfðablönd­un­ar . Betra er að nota stuðul sem er ekki jafn háður öðrum breyt­um svo sem fjölda út­settra fiska eins og gert er í Fær­eyj­um, enda er það stærð sem er aðgengi­leg í skrán­inga­kerfi stöðvanna og er hægt að tengja beint inn í eft­ir­lit­s­kerfi Mat­væla­stofn­un­ar,“ seg­ir Þor­steinn Sig­urðsson, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn vegna at­huga­semda Rík­is­end­ur­skoðunar er varðar end­ur­skoðun áhættumats erfðablönd­un­ar.

Í stjórn­sýslu­út­tekt sinni á sjókvía­eldi hér á landi vek­ur Rík­is­end­ur­skoðun at­hygli á að við end­ur­mat áhættumats erfðablönd­un­ar árið 2020 hafi verið talið for­svar­an­legt að hækka til muna þann líf­massa sem for­svar­an­legt er að hafa í sjó með til­liti til mögu­legs fjölda strokulaxa.

„Stór hluti þeirr­ar aukn­ing­ar kom til þar sem Haf­rann­sókna­stofn­un ákvað að not­ast við líf­massa í stað há­marks­fram­leiðslu við út­gáfu eins og gert var í fyrsta áhættumat­inu. Við þessa breyt­ingu ákvað Haf­rann­sókna­stofn­un að nota stuðull­inn 0,8:1 sem þýðir um 800 tonn af fram­leiðslu á móti 1.000 tonn­um af líf­massa. Var áhættumatið því upp­fært til hækk­un­ar sem þessu nam. Í skýr­ing­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar kom fram að við ákvörðun stuðuls­ins hefði verið horft til reynslu úr sjókvía­eldi hér á landi á síðustu árum. Reynd­in er hins veg­ar sú að sam­kvæmt reynslu síðustu ára hefði stuðull­inn frem­ur átt að vera nær 1:1,“ er full­yrt í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar.

Önnur gögn ekki til

„Við end­ur­skoðun áhættumats erfðablönd­un­ar 2020 óskaði at­vinnu­vegaráðuneytið eft­ir því að niður­stöður yrði miðaðar við líf­massa en ekki fram­leitt magn. Við gerð áhættumats var stuðst við gögn sem miða við  fjölda stroku­fiska sem fall af fram­leiðslu, því þarf að nota hlut­fallstuðul fram­leiðslu og há­marks­líf­massa,“ seg­ir Þor­steinn

Hann bend­ir hins veg­ar á að þegar Haf­rann­sókna­stofn­un var gert að end­ur­skoða áhættumat erfðablönd­un­ar hafi ekki verið til staðar gögn frá Mat­væla­stofn­un um há­marks­líf­massa árin 2017 til 2019. „Því var úr nokkuð vöndu að ráða. Stuðull­inn er ekki fasti held­ur breyti­leg­ur milli fisk­eld­is­fyr­ir­tækja, og jafn­vel milli svæða og tíma­bila inn­an sama fyr­ir­tæk­is. Hann er háður ýms­um breyt­um, t.d. hita, stærð seiða við út­setn­ingu, tíma­setn­ingu út­setn­ing­ar, af­föll­um vegna veðurs, sjúk­dóma o.fl.“

„Skoðaðar voru upp­lýs­ing­ar úr um­hverf­is­mats­skýrsl­um og upp­lýs­inga aflað frá fyr­ir­tækj­um. Starfs­hóp­ur stofn­un­ar­inn­ar komst  að þeirri niður­stöðu að á þeim tíma væri stuðull­inn um 0,8 það er hlut­fallið milli fram­leiðslu og líf­massa  8 á móti 10. Þetta hlut­fall hef­ur farið hækk­andi með línu­leg­um hætti eins og nú má sjá á Mæla­borði fisk­eld­is­ins en vefsíðan var gerð eft­ir að áhættumats­skýrsl­an var unn­in. Ef lín­an er fram­lengd til árs­ins 2019, en það er loka­ár viðmiðunar mats­ins 2020, má áætla að gildið hafi verið  0,8 á ár­inu 2019,“ út­skýr­ir hann.

Hlutfallið milli framleiðslu og lífmassa. Það hefur vaxið línulega á …
Hlut­fallið milli fram­leiðslu og líf­massa. Það hef­ur vaxið línu­lega á því tíma­bili sem það er skráð á mæla­borð fisk­eld­is­ins. Ef lín­an er fram­lengd til árs­ins 2019 en það er loka­ár viðmiðunar mats­ins 2020 sést að gildið er 0,8. Mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un

Taka und­ir sjón­ar­mið um fjár­muni

„Taka verður til skoðunar hvort fjár­mögn­un lög­bund­inna verk­efna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar þurfi að vera trygg­ari en nú er,“ seg­ir í ábend­ing­um Rík­is­end­ur­skoðunar. Er þar bent á meðal ann­ars á að stofn­un­in þurfi að sækja um fjár­magn í Um­hverf­is­sjóð sjókvía­eld­is til að fjár­magna lög­bund­in verk­efni svo sem burðarþols­mat og vökt­un á um­hverf­isáhrif­um sjókvía­eld­is.

Þor­steinn seg­ir Haf­rann­sókna­stofn­un taka und­ir þessi sjón­ar­mið og að „fjár­mun­ir til lög­bund­inna verk­efna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, þurfa á hverj­um tíma, að vera trygg­ir og hald­ast í hend­ur við um­fang þarfa og verk­efna. Með því auk­ist bæði rekstr­arör­yggi og fag­leg geta til vökt­un­ar og rann­sókna sem leiði til bættr­ar þekk­ing­ar og ráðgjaf­ar á viðkom­andi sviðum og verk­efn­um.“

Fjár­skort­ur stærsti vand­inn

Þor­steinn seg­ir fyr­ir­komu­lag fjár­mögn­un­ar hafi hamlað fram­kvæmd vökt­un­ar á líf­rænu álagi sjókvía­eld­is og bend­ir á að al­mennt hafi  út­hlut­un Um­hverf­is­sjóðs sjókvía­eld­is til vökt­un­ar og rann­sókna verið lægri fjár­hæð en það sem sótt hef­ur verið um ár hvert. Þá hafi fjár­mögn­un og skort­ur á fyr­ir­sjá­an­leika verið „stærsti vand­inn við fram­kvæmd vökt­un­ar á líf­rænu álagi og rann­sókn­um.“

Ljóst er að það krefst „um­tals­vert“ meira fjár­magn en nú er ráðstafað til að sinna þess­um verk­efn­um, að mati hans.

„Rétt er að taka má fram að Haf­rann­sókna­stofn­un sinn­ir vökt­un á líf­rænu álagi á fjar­svæðum sjókvía­eld­is­svæða en sjókvía­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ber að vakta nærsvæði eld­is­ins skv. starfs­leyf­um sín­um frá Um­hverf­is­stofn­un. Nauðsyn­legt er að vakta líf­rænt og annað álag sem auk­ist get­ur fjarri eld­is­svæðum svo hægt sé að grípa til aðgerða ef vart verður við rýrn­un á gæðum um­hverf­is fjarða vegna sjókvía­eld­is.  Nei­kvæð um­hverf­isáhrif sjókvía­eld­is á fjar­svæði myndu kalla á end­ur­skoðun á burðarþols­mati svæðanna. Þá er mik­il­vægt að vakta vist­kerf­is­leg áhrif sem hef­ur verið gert með vökt­un og rann­sókn­um á botn­dýr­um sam­hliða vökt­un á líf­rænu álagi,“ seg­ir Þor­steinn.

mbl.is