„Ræðst fyrst og síðast af veðri og veiðum“

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir spá næstu daga hagstæða …
Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir spá næstu daga hagstæða fyrir loðnuveiðarnar.

„Fram­haldið ræðst fyrst og síðast af veðri og veiðum og von­andi verðum við hepp­in með hvort tveggja. Spá­in fyr­ir næstu daga er hag­stæð og loðnan er stór og fal­leg,“ seg­ir Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja.

Sig­urður VE og Heima­ey VE héldu til veiða í gær og kveðst Stefán vona að skip­in nái að fylla í dag. „Á morg­un verða svo Suðurey og Álsey á miðunum. Framund­an er fryst­ing á hrygnu fyr­ir Asíu­markað og vænt­an­lega verður ein­hver hæng­ur fyr­ir markaði í Aust­ur-Evr­ópu fryst­ur líka þó að áhersl­an sé á hrygn­una. Um næstu mánaðamót hefst hrogna­vinnsl­an.“

Sigurður VE-15 landaði á Þórshöfn í lok janúar.
Sig­urður VE-15 landaði á Þórs­höfn í lok janú­ar. mbl.is/​Lín­ey Sig­urðardótt­ir

Áhyggj­ur af raf­ork­uni

Enn er bil­un í dreifi­kerfi Landsnets til Vest­manna­eyja og fæst því ekki nægt raf­magn frá landi.

„Hér þurfa fyr­ir­tæki og heim­ili að treysta á ljósa­vél­ar sem ganga fyr­ir olíu til þess að fram­leiða raf­orku. Mik­il­vægt er að á meðan á vertíðinni stend­ur verði ekki hnökr­ar á af­hend­ingu nægr­ar orku en því er ekki að neita að maður hef­ur tals­verðar áhyggj­ur af því,“ seg­ir Stefán.

mbl.is