Beint: Mikilvægi kóralþörunga fyrir þorskaseiði

Málstofan fer fram í höfuðstöðvum HAfrannsóknastofnunar.
Málstofan fer fram í höfuðstöðvum HAfrannsóknastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Michelle Lorraine Valliant, doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindasvið Háskóla Íslands, flytur erindi um mikilvægi kóralþörungabreiða fyrir ungviði þorsksins á málstofu í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði.

Þar mun hún fara yfir niðurstöður nýrrar rannsóknasr sem benda til að þorskaseiði og ufsaseiði væru algeng í kóralþörungabreiðum og tíðara eftir því sem þekjan var meiri. En ofnýting á kóralþörungum er þekkt vandamál víða.

Erindið heitir „Juvenile gadoid abundance on maerl (rhodolith) beds in Iceland / Þéttleiki ungviðis þorsktegunda á kóralþörungi (rhodolith) á Íslandi“ og er flutt á ensku.

mbl.is