Úttektin tækifæri til að gera betur

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra seg­ir í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar á sjókvía­eldi og skýrslu Bost­on Consulting Group um tæki­færi á sviði lagar­eld­is vera næg­an grund­völl til að marka stefnu á sviði fisk­eld­is á Íslandi. Hún tel­ur hins veg­ar ekki ástæðu til að grípa til eins um­fangs­mik­ill­ar vinnu og gert hef­ur verið til að móta stefnu í mál­efn­um sjáv­ar­út­vegs­ins.

„Þetta er al­var­leg niðurstaða,“ seg­ir Svandís, innt álits á út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar, en stofn­un­in komst meðal ann­ars að þeirri niður­stöðu að eft­ir­lit með ís­lensku sjókvía­eldi hefði verið brota­kennt og veik­b­urða. Auk þess hafi mark­miðum laga­breyt­inga árin 2014 og 2019 aðeins náðst með tak­mörkuðum hætti.

„Ég kýs að líta svo á að þetta sé gott tæki­færi fyr­ir alla aðila – stjórn­völd, sveit­ar­fé­lög, eft­ir­lits­stofn­an­ir og grein­ina sjálfa til að nema staðar og halda áfram með þeim hætti að grein­in sé í sátt við um­hverfi, sam­fé­lag og efna­hag. Hún get­ur ekki haldið áfram að vaxa nema það sé gert með sjálf­bær­um hætti,“ seg­ir Svandís

Viðtalið við Svandísi má lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: