Hrifin af „hávöxnum og flúruðum“ íslenskum karlmönnum

Love is Blind-stjarnan Raven Ross.
Love is Blind-stjarnan Raven Ross. Skjáskot/Instagram

Love is Blind-stjarn­an og píla­tesþjálf­ar­inn, Raven Ross, virðist hafa orðið fyr­ir mik­illi hug­ljóm­un þegar hún fór í æv­in­týra­ferð til Íslands í árs­byrj­un á veg­um skyr­gerðar­inn­ar Sigg­i's.

Ross tók þátt í þriðju þáttaröð raun­veru­leikaþátt­anna Love is Blind á streym­isveit­unni Net­flix. Þar kynnt­ist hún fyrr­ver­andi kær­asta sín­um, SK Al­g­bada. Þegar Ross kom á klak­ann hafði fyrr­ver­andi parið ný­verið hætt sam­an eft­ir rúm­lega árslangt sam­band í kjöl­far orðróms sem fór á kreik um meint fram­hjá­hald Al­g­bada. 

Ross birti mynd­ir frá Íslands­ferð sinni á In­sta­gram þar sem hún sagðist vera al­gjör­lega heilluð af land­inu, en nú hef­ur komið í ljós að það hafi ekki ein­ung­is verið lands­lagið sem heillaði þjálf­ar­ann. 

Til­bú­in að láta reyna á ást­ina

Eft­ir drama­tísk sam­bands­slit virðist Ross vera til­bú­in að láta reyna á ást­ina aft­ur en hún virðist þó ætla að kanna nýj­ar lend­ur. Í ný­legu TikT­ok-mynd­skeiði játaði Ross ást sína á ís­lensk­um karl­mönn­um og sagði að þeir væru bæði „há­vaxn­ir og flúraðir.“

„Ég að kveðja týp­una mína eft­ir að hafa séð hversu fal­leg­ir karl­menn á Íslandi eru,“ skrifaði þjálf­ar­inn við mynd­skeiðið sem hef­ur þegar fengið 1,4 millj­ón­ir áhorfa.

Æstir not­end­ur lof­sama ís­lenska karl­menn

Fylgj­end­ur Ross á miðlin­um voru sann­ar­lega spennt­ir yfir játn­ingu henn­ar, en raun­veru­leika­stjarn­an virt­ist ansi sann­fær­andi þar sem marg­ir sögðust ætla að bóka sér beint flug til Íslands. 

„Hún ætl­ar að búa til þátt sem heit­ir „Love is in Ice­land“,“ skrifaði einn fylgj­andi henn­ar á meðan ann­ar steig fram með svipaða játn­ingu: „Fal­leg­asti maður sem ég hef séð var starfsmaður á bens­ín­stöð á Íslandi.“

Einn not­andi líkti ís­lensk­um karl­mönn­um við Ken-dúkk­una á meðan aðrir sögðu ís­lenska karl­menn vera „sanna vík­inga.“ 

mbl.is