Þórður á Sólberginu kvaddi á toppnum

Gunnar Sigvaldason útgerðamaður (t.v.) og Þórður Þórðarson yfirvélstjóri (t.h.) hafa …
Gunnar Sigvaldason útgerðamaður (t.v.) og Þórður Þórðarson yfirvélstjóri (t.h.) hafa verið vinir og samstarfsmenn í 36 ár og tók Gunnar vel á móti Þórði þegar hann steig í land í síðasta sinn. Ljósmynd/Björn Valdimarsson

Það er óhætt að segja að vél­stjór­inn Þórður Þórðar­son hafi lokið 52 ára sjó­manns­ferli á toppn­um er hann steig í síðasta sinn frá borði þann 15. des­em­ber síðastliðinn. Þann morg­un kom frysti­tog­ar­inn Sól­berg ÓF-1, sem Rammi hf. ger­ir út, til Siglu­fjarðar með um 600 tonn af þorski, 130 tonn af ufsa og 100 tonn af ýsu. Að þess­um afla meðtöld­um hafði á síðasta ári verið landað yfir 12 þúsund tonn­um úr skip­inu og var afla­verðmæti árs­ins rúm­ir sjö millj­arðar króna, mest allra ís­lenskra tog­ara frá upp­hafi.

Þórður er ný­kom­inn heim frá Tyrklandi þegar blaðamaður nær af hon­um tali. Hann hef­ur ekki setið verk­efna­laus frá því að sjó­mennsk­unni lauk og sinn­ir nú eft­ir­liti fyr­ir hönd Ramma hf. vegna smíða nýs ís­fisk­tog­ara af smærri gerð sem nú fer fram í Tyrklandi, en gert er ráð fyr­ir að skipið verði af­hent í haust

Síðasta verk Þórðar um borð í Sólbergi var að fylgja …
Síðasta verk Þórðar um borð í Sól­bergi var að fylgja eft­ir als­herj­ar upp­tekt á aðal­vél skips­ins. Ljós­mynd/​Hjalti Gunn­ars­son

Spurður hvernig hafi verið að ljúka ferl­in­um á Íslands­meti, svar­ar hann: „Það er frá­bært að slútta þar. Ég held ég sé ekki að segja ósatt þegar ég segi að Sól­bergið sé afla­hæsti tog­ari í Norður­höf­um, að Norðmönn­um og Fær­ey­ing­um meðtöld­um.“

Þórður kveðst ekki í vafa um hverju það er að þakka að þess­um ár­angri hafi verið náð. „Það er sam­spil allra þátta, bæði áhafn­ar og búnaðar, og ekki síst frá­bærra vél­stjóra,“ seg­ir hann og skell­ir upp úr. „Skipið er líka mjög gott og öfl­ugt,“ bæt­ir hann við.

Hann seg­ist ekki hafa áhyggj­ur af því að hann muni sakna sjó­mennsk­unn­ar og viður­kenn­ir að þessi langa fjar­vera frá fjöl­skyld­unni geti verið erfið, sér­stak­lega þegar börn­in voru ung. Ekki er spurn­ing hvort fjöl­skyld­an hafi verið ánægð að fá Þórð í land eft­ir öll þessi ár. „Já, all­ir ánægðir með það. Alla vega eft­ir þetta ár,“ svar­ar hann og hlær.

Viðtalið við Þórð má lesa í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: