Töluvert magn af loðnu til Úkraínu

Beitir NK á loðnumiðum.
Beitir NK á loðnumiðum. Ljósmynd/Ólafur Óskar Stefánsson

Þrátt fyr­ir víðtæk áhrif stríðsins í Úkraínu á heims­hag­kerfið held­ur sala á loðnu til lands­ins áfram líkt og á síðustu vertíð. Um er að ræða tölu­vert magn að sögn Gunnþórs Ingva­son­ar for­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar sem seg­ir end­an­legt um­fang viðskipt­anna ekki liggja fyr­ir sem stend­ur.

Spurður hvort ein­hverj­ar trufl­an­ir séu á söl­unni og hvernig verðið sé svar­ar Gunnþór: „Miðað við aðstæður geng­ur þetta þokka­lega, en flutn­ing­ar eru hæg­ari. Verðið er í lagi miðað við aðstæður.“

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hef­ur einnig selt hæng til Úkraínu að sögn Sig­ur­geirs Brynj­ars Krist­geirs­son­ar fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins.

Mestu verðmæti vertíðar­inn­ar fást þegar hrogna­yfll­ing kemst í 15%, sem er krafa kaup­enda á Jap­ans­markaði. Síld­ar­vinnsl­an til­kynnti í gær að fyll­ing­in væri kom­in í 16% og eng­in áta væri í loðnunni sem nú veidd­ist. Í Vinnslu­stöðinni er byrjað að frysta fyr­ir jap­anska kaup­end­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: