Töluvert magn af loðnu til Úkraínu

Beitir NK á loðnumiðum.
Beitir NK á loðnumiðum. Ljósmynd/Ólafur Óskar Stefánsson

Þrátt fyrir víðtæk áhrif stríðsins í Úkraínu á heimshagkerfið heldur sala á loðnu til landsins áfram líkt og á síðustu vertíð. Um er að ræða töluvert magn að sögn Gunnþórs Ingvasonar forstjóra Síldarvinnslunnar sem segir endanlegt umfang viðskiptanna ekki liggja fyrir sem stendur.

Spurður hvort einhverjar truflanir séu á sölunni og hvernig verðið sé svarar Gunnþór: „Miðað við aðstæður gengur þetta þokkalega, en flutningar eru hægari. Verðið er í lagi miðað við aðstæður.“

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur einnig selt hæng til Úkraínu að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Mestu verðmæti vertíðarinnar fást þegar hrognayflling kemst í 15%, sem er krafa kaupenda á Japansmarkaði. Síldarvinnslan tilkynnti í gær að fyllingin væri komin í 16% og engin áta væri í loðnunni sem nú veiddist. Í Vinnslustöðinni er byrjað að frysta fyrir japanska kaupendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: