Fyrsti íslenski áhrifavaldurinn á sjó

Einar Már Kristmundsson er íslenski fiskimaðurinn eða Icelandicfisherman á Instagram, …
Einar Már Kristmundsson er íslenski fiskimaðurinn eða Icelandicfisherman á Instagram, þar nýtur hann töluverðra vinsælda og hefur náð að safna yfir 54 þúsund fylgjendum. Ljósmynd/Einar Már Kristmundsson

Sjó­maður­inn Ein­ar Már Krist­munds­son seg­ir í viðtali í nýj­asta blaði 200 mílna það alls ekki hafa verið ætl­un­in að ná ein­hverri frægð þegar hann hóf að birta mynd­ir og mynd­bönd af sjó­manns­líf­inu og ís­lensk­um línu­veiðum á In­sta­gram und­ir nafn­inu „Icelandicfis­herm­an“, en það varð raun­in og hef­ur hann nú þúsund­ir fylgj­enda og hef­ur mynd­efni hans náð til millj­óna.

„Eft­ir að ég byrjaði með nú­ver­andi kær­ustu minni – hún er sem sagt pólsk – og ég fór að fara út til Pól­lands og hitta fólkið henn­ar var svo rosa­lega mikið verið að spyrja hvernig sjó­manns­starfið væri. Þá stakk ein­hver upp á því að ég kæmi ein­hverju á In­sta­gram sem hægt væri að fylgj­ast með og ég gerði það,“ út­skýr­ir Ein­ar Már.

Það er ekki furða að myndefnið hafi vakið athygli.
Það er ekki furða að mynd­efnið hafi vakið at­hygli. Ljós­mynd/​Ein­ar Már Krist­munds­son

„Þetta voru nokkr­ir mánuðir þar sem ég var með ein­hverja 70 fylgj­end­ur. Það var eitt víd­eó sem fékk al­veg nokk­ur þúsund áhorf, svo liðu nokkr­ir dag­ar og ég var eitt­hvað að kíkja á þetta og þá voru allt í einu bara hundrað. Ég hugsaði hvernig það gæti verið að þetta dytti svona niður. Þegar ég gáði bet­ur stóð hundrað k [sem merk­ir þúsund]. Þá voru þetta hundrað þúsund og ég bara vissi ekki hvað. Þá fór þetta al­menni­lega af stað og sím­inn var al­veg á millj­ón,“ seg­ir hann og hlær.

Fiski­maður­inn ís­lenski er nú með jafn marga fylgj­end­ur á In­sta­gram og helstu svo­kallaðir áhrifa­vald­ar á Íslandi. Það er því eðli­legt að spur­ja hvort hann sé þá form­lega orðinn áhrifa­vald­ur?

„Já, maður tek­ur því sem kem­ur með þessu. Ef fólk vill kalla mig það er það al­veg í góðu lagi. Strák­ur sem er með mér á sjó sagði að ég væri sjó­hrifa­vald­ur, hvað sem það nú merk­ir,“ svar­ar Ein­ar Már og skell­ir upp úr.

Viðtalið við Ein­ar Má má lesa í nýj­asta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: