Ánægðir með samstarfið en ekki skilyrði Íslendinga

Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtakanna Fiskebåt, segir veiði norsku skipanna hafa …
Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtakanna Fiskebåt, segir veiði norsku skipanna hafa gengið vel en telur þeim mismunað í íslenskri lögsögu. Ljósmynd/Fiskebåt

Loðnu­veiði norskra upp­sjáv­ar­skipa í ís­lenskri lög­sögu á yf­ir­stand­andi vertíð er lokið og yf­ir­gaf síðasta norska upp­sjáv­ar­skipið ís­lenska lög­sögu í morg­un.

Norsku skip­in náðu skip­in öll­um þeim 48.380 tonn­um sem skip­in voru með heim­ild­ir fyr­ir, en á síðustu vertíð misstu norsku skip­in af 57 þúsund tonn­um vegna þess að ekki tókst að veiða inn­an tíma­marka og á því af­markaða veiðisvæði þar sem þeim er heim­ilt að veiða sam­kvæmt samn­ing­um.

„Fiski­skipa­flot­inn er ánægður með sam­starfið við Land­helg­is­gæslu Íslands og stjórn­sýsl­una (Fiski­stofu). Hins veg­ar erum við óánægð með að norsk­ir sjó­menn búi við lak­ari kjör en all­ir aðrir sjó­menn í ís­lenskri lög­sögu. Bæði hvað varðar veiðarfæri, af­mörk­un veiðisvæðis og veiðitíma­bil,“ svar­ar Audun Maråk, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna Fiskebåt (eitt af sam­tök­um norskra út­gerða), spurður hvernig loðnu­vertíðin hafi gengið hjá norsku skip­un­um.

Fjöldi norskra skipa hafa landað á Íslandi, meðal ananrs á …
Fjöldi norskra skipa hafa landað á Íslandi, meðal an­an­rs á Fá­skrúðsfirði. mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

„Þegar Ísland og Nor­eg­ur koma sér sam­an um út­hlut­un og kvóta hefði Ísland ekki átt að setja höml­ur sem koma í veg fyr­ir að veiði get­ur verið stunduð skyn­sam­lega og með há­marks hag­kvæmni. Íslensk­um sjó­mönn­um er ekki mis­munað í norskri lög­sögu,“ seg­ir hann.

Maråk mót­mælti því harðlega á síðustu vertíð að norsku skip­in fengu ekki að veiða all­an þann afla sem þau hefðu heim­ild fyr­ir. Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, hafnaði þá um­leit­an­ir Norðmanna um breyt­ing­ar á fisk­veiðisamn­ing­um ríkj­anna.

Mest landað í Nor­egi

Fram kem­ur á vef upp­boðsmarkaðs upp­sjáv­ar­fisks í Nor­egi (Nor­ges Sildes­algslag) að loðnu­afli norskra skipa hafi verið landað á Íslandi og í Fær­eyj­um, en megnið hafi verið landað í Nor­egi. Jafn­framt hafi meiri­hluti afl­ans verið unn­inn til mann­eld­is.

Afurðastöðvarn­ar voru þó ekki all­ar sátt­ar með vertíðina og var meðal ann­ars kvartað yfir því hve mikið var landað í Fær­eyj­um þar sem fékkst betra verð. Í viðtali í Fiskeri­bla­det í síðustu viku benti Geir Robin Hoddevik, fram­kvæmda­stóri Global Fish, á að norsk­ar afurðastöðvar hafi ekki getað boðið í afla fær­eyskra skipa með sama hæti og Fær­ey­ing­ar í afla norskra.

„Fær­eyj­ar hafa séð til þess að lagt er gjald á upp­sjáv­ar­fisk þeirra sem landað er í Nor­egi. Þetta hef­ur í raun gert okk­ur ómögu­legt að kaupa hrá­efni af fær­eyska flot­an­um. Á sama tíma geta norsk skip selt sinn fisk til Fær­eyja án þess að nokkr­ar tak­mark­an­ir eða gjöld séu til staðar af hálfu norskra yf­ir­valda,“ sagði Hoddevik.

Ný hafn­ar í Bar­ents­hafi

Loðnu­veiðum Norðmanna er þó hvergi lokið og hófst vertíðin í Bar­ents­hafi á sunnu­dag þegar skipið Piraja hóf veiðar, fyrst norskra upp­sjáv­ar­skipa. Gert er ráð fyr­ir að sú vertíð verði kom­in á fullt í kring­um mánaðar­mót­in þegar hrogna­fyll­ing loðnunn­ar í Bar­ents­hafi er orðin ásætt­an­leg.

Ráðgjöf norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar, Hav­forskn­ings­instituttet, um há­marks­veiði á loðnu í Bar­ents­hafi 2023 nem­ur 62 þúsund tonn­um. Það er 8.000 tonn­um minna en á síðasta ári.

mbl.is