Staða landselstofnsins við Ísland viðkvæm

Landselstofninn við Ísland stendur höllum fæti og gengur honum illa …
Landselstofninn við Ísland stendur höllum fæti og gengur honum illa að vaxa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staða land­sela við Ísland er tal­in viðkvæm og eru veiðar þar sem sel­ir eru meðafli, viðvera og ágang­ur manna, um­hverf­isþætt­ir, meng­un, lofts­lags­breyt­ing­ar og sveifl­ur í fæðuteg­und­um meðal ástæðan fyr­ir því að stofn­inn vaxi ekki.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í nýrri vís­inda­grein um sveifl­ur í stofn­stærð land­sels yfir 40 ára tíma­bil, en fjallað er um grein­ina í færslu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Fjöldi land­sela við Ísland sam­kvæmt nýj­ustu taln­ingu frá 2020 er um 10.319 dýr. Það er um 69% færri en þegar eft­ir­lit með stofn­in­um hófst árið 1980, en þá var fjöld­inn 33.327 sel­ir.

Vís­inda­grein­in heit­ir „The Icelandic har­bour seal (Phoca vitul­ina) pop­ulati­on: trends over 40 ye­ars (1980–2020) and cur­rent threats to the pop­ulati­on“ og var birt í Mar­ine Mamm­als in the North Atlantic. Höf­und­ur grein­ar­inn­ar er Sandra Granquist, sjáv­ar­spen­dýra­sér­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un og deild­ar­stjóri sel­a­rann­sókna­deild­ar hjá Sela­setri Íslands.

Taln­ing­ar á land­sel benda til þess að mesta fækk­un­in hafi átt sér stað á fyrsta ára­tug mæl­ing­anna, á þeim tíma fækkaði land­sel um 50% og ástæðan sögð veiðar. „Síðan þá hef­ur fækk­un í sela­stofn­in­um verið hæg­ari og fjöld­inn sveifl­ast lít­il­lega. […] Niður­stöður taln­ing­anna und­ir­strika mik­il­vægi áfram­hald­andi taln­inga og að sinna rann­sókn­um sem kunna að hafa áhrif á þróun stofns­ins,“ seg­ir í fær­lunni.

mbl.is