Náðu 1.100 tonnum í einu kasti

Barði NK siglir inn Norðfjörð með 1.225 tonn af loðnu …
Barði NK siglir inn Norðfjörð með 1.225 tonn af loðnu í morgun. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Barði NK náði 1.225 tonn­um af loðnu í tveim­ur köst­um í síðustu veiðiferð. Þorkell Pét­urs­son, skip­stjóri á Barða, seg­ir í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að tölu­vert af loðnu hafi verið á miðunum suður af Mýr­dalss­andi.

„Afl­inn fékkst í tveim­ur köst­um við Alviðru. Við feng­um 160 tonn í fyrra kast­inu og um 1.100 tonn í því síðara. Við vor­um ná­lægt landi og það var tölu­vert að sjá þarna í fjör­unni. Þarna voru þétt­ar lóðning­ar sem gáfu vel. Þetta er fal­leg­asta loðna, um 38 stykki í kíló­inu og 16% hrogna­fyll­ing,“ seg­ir Þorkell.

Hann út­skýr­ir að veiðarn­ar stjórn­ist af stöðunni í vinnsl­unni hverju sinni. „Við biðum á miðunum í um tvo daga áður en við gát­um byrjað að veiða, en það var reynd­ar bræla ann­an dag­inn. Auðvitað vilja menn gera sem mest verðmæti úr loðnunni og þá þarf að veiða skyn­sam­lega. Þetta var fyrsti nóta­túr þess­ar­ar áhafn­ar á Barða og hann gekk eins og í sögu enda van­ir kall­ar í hverju rúmi. Mér líst af­skap­lega vel á fram­hald loðnu­vertíðar­inn­ar. Það er ein­fald­lega ekki hægt að kvarta und­an neinu.“

Barði landaði í Nes­kaupstað í morg­un.

mbl.is