Hvorki ákært Hval né fjölmiðlamennina

Rannsókn rannsóknardeildar lögreglunnar á Vesturlandi í máli svissnesku fjölmiðlamannanna og …
Rannsókn rannsóknardeildar lögreglunnar á Vesturlandi í máli svissnesku fjölmiðlamannanna og Hvals ehf. er hætt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi í máli sviss­nesku fjöl­miðlamann­anna og Hvals ehf. er hætt. Þetta staðfest­ir lög­regl­an á Vest­ur­landi í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins um málið.

Mála­vext­ir voru þeir að í ág­úst tóku starfs­menn Hvals dróna sviss­neskra fjöl­miðlamanna trausta­taki, en að sögn Hvals höfðu fjöl­miðlamenn­irn­ir flogið hon­um í um 20 metra hæð á at­hafna­svæði fyr­ir­tæk­is­ins.

Starfs­menn Hvals lögðu því hald á drón­ann og neituðu að skila hon­um til áður­nefndra fjöl­miðlamanna. Það var ekki fyrr en lög­regl­an hótaði hús­leit sem Hval­ur lét und­an og af­henti drón­ann til baka.

Í skrif­legu svari lög­regl­unn­ar seg­ir að tvennt hafi verið til rann­sókn­ar í nefndu máli. Ann­ars veg­ar grip­deild en rann­sókn var hætt eft­ir að drón­an­um var skilað. Hins veg­ar var til skoðunar mögu­legt brot á loft­ferðalög­um en ekki var sannað að loft­ferðalög hefðu verið brot­in þannig að rann­sókn var einnig hætt hvað það varðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: