Von á 100 þúsund tonna viðbótarloðnukvóta

Loðnuskipin geta gert ráð fyrir töluverðri aukningu í heimildum sínum.
Loðnuskipin geta gert ráð fyrir töluverðri aukningu í heimildum sínum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Haf­rann­sókna­stofn­un ger­ir ráð fyr­ir að ráðgjöf um há­marks­afla á yf­ir­stand­andi loðnu­vertíð hækki um að minnsta kosti hundrað þúsund tonn eft­ir að um­tals­vert magn af hrygn­ing­ar­loðnu fannst á land­grunn­inu norður af Húna­flóa að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Þar seg­ir að rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son hafi dag­ana 12. til 21. fe­brú­ar sinnt mæl­ing­um á miðunum norðvest­an við landið, en þar hafði haf­ís truflað mæl­ing­ar í janú­ar síðastliðnum. Því kynnti Haf­rann­sókna­stofn­un end­ur­skoðun á ráðgjöf í kjöl­far vetr­ar­mæl­ing­ar­inn­ar með fyr­ir­vara.

„End­an­leg­ar niður­stöður leiðang­urs­ins liggja ekki fyr­ir og ný veiðiráðgjöf verður því vart til­bú­in fyrr en í byrj­un næstu viku. Í ljósi þess að núna er langt liðið á loðnu­vertíðina vill Haf­rann­sókna­stofn­un upp­lýsa að um­tals­vert magn af hrygn­ing­ar­loðnu mæld­ist á land­grunn­inu norður af Húna­flóa sem var ekki komið á mæl­i­svæðið þegar fyrri mæl­ing fór fram. Ljóst er að mæl­ing­ar und­an­far­inna daga munu leiða til hækk­un­ar á til­lög­um um há­marks­afla á loðnu­vertíðinni 2022/​2023. Var­lega áætlað má gera ráð fyr­ir yfir 100 þúsund tonna hækk­un ráðlags há­marks­afla,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Leiðarlínur Árna Friðrikssonar 12.-21. febrúar ásamt dreifingu hafíss norðvestan við …
Leiðarlín­ur Árna Friðriks­son­ar 12.-21. fe­brú­ar ásamt dreif­ingu haf­íss norðvest­an við Ísland. Mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un

Loðnan sem mæld­ist úti fyr­ir Húna­flóa var þriggja til fjög­urra ára loðna sem kom­in var til­tölu­lega ná­lægt hrygn­ingu og með tæp­lega 16% hrogna­fyll­ingu syðst en tæp 12% utar. „Það er mat Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að þessi loðna muni lík­leg­ast hrygna á þess­um slóðum.“

Legg­ur stofn­un­in til að dregið verði úr nei­kvæðum áhrif­um veiða á nýliðun og leit­ast við að viðhalda líf­fræðilegri fjöl­breytni með því að afli sem nem­ur viðbót­ar­ráðgjöf verði veidd­ur sem mest á svæðinu sem úti fyr­ir Húna­flóa. „Með öðrum orðum, mælst er til þess að loðnu­veiðarn­ar end­ur­spegli á ein­hvern hátt dreif­ingu stofns­ins eft­ir hrygn­ing­ar­svæðum.“

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is