Viðbótarkvóti geti skilað tíu milljörðum króna

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, kveðst ekki í vafa um að …
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, kveðst ekki í vafa um að takist að veiða 100 þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu.

Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ir í Morg­un­blaðinu að ætla megi að verði veiðiheim­ild­ir fyr­ir hundrað þúsund tonn af loðnu bætt við á yf­ir­stand­andi vertíð muni það skila þjóðarbú­inu um tíu millj­örðum króna í út­flutn­ings­verðmæt­um.

Haf­rann­sókna­stofn­un til­kynnti í gær að stofn­un­in muni leggja til að há­marks­afli á yf­ir­stand­andi loðnu­vertíð verði auk­inn um að minnsta kosti hundrað þúsund tonn.

Aðeins tvær og hálf til þrjár vik­ur eru eft­ir af vertíðinni en Gunnþór kveðst ekki í vafa um að á þeim tíma tak­ist að veiða upp í þann kvóta sem kunni að bæt­ast við. „Við veiðum þetta,“ staðhæf­ir hann.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: