„Finnum ekki annað en mjög mikla ánægju“

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson (t.v.), var meðal þeirra sem …
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson (t.v.), var meðal þeirra sem sóttu kynnignuna. Jón Kjartan Jónsson (t.h.), framkvæmdastjóri Samherja fiskeldi, segist hafa fundið fyrir mikilli eftirvæntingu eftir að stór vinnustaður rís á svæðinu. Ljósmynd/Samherji

Íbúar á Reykja­nesi fjöl­menntu á kynn­ing­ar­fund Sam­herja fisk­eldi sem fram fór á Marriot-hót­el­inu í Reykja­nes­bæ í gær­kvöldi.Til­efnið var skil á um­hverf­is­mats­skýrslu Eld­is­garðs sem fyr­ir­tækið hyggst reisa í Auðlindag­arði HS Orku, en þar á að fram­leiða um 40 þúsund tonn af eld­islaxi á ári hverju.

„Kynn­ing­in gekk mjög vel, það var mjög góð mæt­ing og all­ir sem við töluðum við voru mjög ánægðir. Við finn­um ekki annað en mjög mikla ánægju og mikla eft­ir­vænt­ingu eft­ir að þarna komi stór vinnustaður með mikla starf­semi í kring­um sig,“ seg­ir Jón Kjart­an Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­herja fisk­eldi.

Eldisgarður Samherja fiskeldi samkvæmt frumhönnun.
Eld­is­garður Sam­herja fisk­eldi sam­kvæmt frum­hönn­un. Mynd/​Sam­herji fisk­eldi

Mik­ill áhugi virðist vera á verk­efn­inu á svæðinu enda um að ræða stór­fellda at­vinnu­upp­bygg­ingu sem fel­ur í sér seiðastöð, áframeld­is­stöð og vinnslu­húsi, ásamt stoð- og tækni­bygg­ing­um. „Það verða yfir hundrað störf á þess­um vinnustað, var­lega áætlað, og þetta verður risa vinnustaður á bygg­ing­ar­tím­an­um. Það þarf að byggja 250 þúsund fer­metra og reisa 4.000 rúm­metra af kerrj­um og svo all­ur búnaður­inn. Ég held að fólk geti ekki ímyndað sér hversu stórt þetta verður,“ út­skýr­ir Jón Kjart­an.

Stefnt er að því að byrja að brjóta jarðveg í lok sum­ars eða byrj­un hausts vegna fyrsta áfanga verk­efn­is­ins. Haf­ist verður handa við bygg­ingu næsta áfanga 2027 og þriðja áfanga 2030.

Mikl­ar svipt­ing­ar hafa verið í heims­hag­kerf­inu und­an­far­in ár. Spurður hvort þetta hafi haft áhrif á áformin svar­ar Jón Kjart­an að það væri mik­il ein­föld­un að segja að eng­ar áhyggj­ur væru vegna þeirra úr­lausn­ar­efna sem fylgja eins um­fangs­miklu verk­efni. „Okk­ur hef­ur alla vega tek­ist að halda okk­ar aðfanga­keðjum í gangi, en þetta er erfiðara. Hlut­ir eru að tefjast og hækkað í verði, þetta er meiri vinna.“

„Við erum að vinna eft­ir tíu til tólf ára plani og það eru alltaf breyt­ing­ar á mörkuðum öll ár. Það eru auðvitað sér­stak­ar aðstæður út af Úkraínustriðinu og við von­um auðvitað að þar verði friður, en hrá­efn­is­verðið er aðeins að koma niður í mat­vöru og von­andi fylg­ir verðið á stál­inu,“ seg­ir Jón Kjart­an.

Hann kveðst líta bjart­sýn­um aug­um á fram­haldið.

Mikill áhugi var á kynningu Samherja fiskeldi á uppbyggingaráformum félagsins.
Mik­ill áhugi var á kynn­ingu Sam­herja fisk­eldi á upp­bygg­ingaráform­um fé­lags­ins. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is