Leggja til 184.100 tonna viðbótarafla

Loðnuskip að veiðum.
Loðnuskip að veiðum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að loðnu­afli fisk­veiðiárs­ins verði ekki meiri en 459.800 tonn, en það er aukn­ing um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf. Í frétta­til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar kem­ur fram að ráðlegg­ing­in byggi á mæl­ing­um úti fyr­ir Húna­flóa, sem voru fram­kvæmd­ar um miðjan fe­brú­ar.

Seg­ir þar einnig að það sé mat Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að loðnan sem þar mæld­ist muni lík­leg­ast hrygna á þeim slóðum.

„Út frá varúðarsjón­ar­miðum hvet­ur stofn­un­in til þess að afli sem nem­ur viðbót­ar­ráðgjöf verði veidd­ur sem mest á þeim slóðum. Ef viðbót­arafl­inn yrði all­ur tek­inn á hefðbundn­um slóðum fyr­ir sunn­an og vest­an land yrðu all­nokkr­ar lík­ur á að lítið af loðnu myndi hrygna þar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá seg­ir að með því að ganga ekki of nærri þeirri loðnu sem hrygni við vest­ur- og suður­strönd lands­ins væri verið að leit­ast við að „viðhalda líf­fræðileg­um fjöl­breyti­leika inn­an stofns­ins, auka lík­ur á góðri nýliðun og gera veiðarn­ar sjálf­bær­ari. Með öðrum orðum, mælst er til þess að loðnu­veiðarn­ar end­ur­spegli á ein­hvern hátt dreif­ingu stofns­ins eft­ir hrygn­ing­ar­svæðum.“

„Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur því til að 2/​3 af þeim 184 100 tonn­um sem nú koma til hækk­un­ar ráðgjaf­ar sem gef­in var út 3. fe­brú­ar verði veidd­ur norðan við Ísland á svæðinu frá Horni að Langa­nesi, eða að minnsta kosti 122 700 tonn.“

mbl.is