„Menn misskilja algjörlega þessa grein“

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir marga misskilja ákvæði í …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir marga misskilja ákvæði í nýjum kjarasamningi sjómanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Menn mis­skilja al­gjör­lega þessa grein 1.39.1 um ný skip og nýj­ar veiðigrein­ar,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands (SSÍ), í Morg­un­blaðinu í dag um þá gagn­rýni sem nýr kjara­samn­ing­ur sjó­manna hef­ur hlotið.

Samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður 9. fe­brú­ar síðastliðinn og hófst at­kvæðagreiðsla meðal sjó­manna 17. fe­brú­ar og lýk­ur 10. mars. Í vik­unni ritaði Ægir Ólafs­son vara­formaður SSÍ pist­il sem birt­ur var á vef sam­bands­ins þar sem hann biðlaði til sjó­manna að samþykkja samn­ing­inn og hafna hon­um ekki á grund­velli vill­andi upp­lýs­inga á sam­fé­lags­miðlum.

Snýr málið að ákvæði um breyt­ing­ar á skipta­pró­sentu – sem er til grund­vall­ar laun­um sjó­manna – við fjölg­un eða fækk­un í áhöfn vegna fjár­fest­inga í nýju skipi eða búnaði. Mark­miðið er sagt vera að tryggja hlut sjó­manna í ágóðanum sem verður til við fjár­fest­ing­una.

„Það vor­um við sem fór­um fram á að þess­ari grein yrði breytt, þannig að við höf­um eitt­hvað í hönd­um til að veita viðspyrnu. Það er ekki nóg að út­gerðin komi og seg­ist hafa sett upp nýj­an flokk­ara á milli­dekkið og krefj­ist lægri skipta­pró­sentu, það verður að sýna fram á verðmætis­aukn­ingu. Að halda því fram að eðli­legt viðhald á skipi gæti lækkað skipta­pró­sent­una er bara bull. Það er bara út­gerðarmanna að halda sín­um tækj­um og tól­um við án þess að við kom­um ná­lægt því. Menn eru al­gjör­lega að mis­skilja þess grein,“ seg­ir Val­mund­ur.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: