Rostungur í makindum á Breiðdalsvík

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Rost­ung­ur hef­ur hreiðrað um sig á höfn­inni á Breiðdals­vík. Hef­ur hann setið þar um nokk­urt skeið í morg­un og virðist ekk­ert far­arsnið á dýr­inu. Að sögn Árna Guðmunds­son­ar bæj­ar­búa kipp­ir rost­ung­ur­inn sér lítið upp við að fólk sé að skoða hann. 

    Rostungurinn er í mestu makingum við höfnina.
    Rost­ung­ur­inn er í mestu mak­ing­um við höfn­ina. Ljós­mynd/Á​rni Gunn­ars­son

    Ein­ung­is heyr­ist hvæs í hon­um þegar fólk hætt­ir sér of nærri. Hann veit ekki til þess að rost­ung­ur hafi áður látið sjá sig í bæn­um. „Maður kemst kannski í þriggja fjög­urra metra fjar­lægð við hann áður en hann læt­ur mann vita að það sé ekki í boði að fara lengra,“ seg­ir Árni. 

    Hann seg­ir að rost­ung­ar hafi sést á ein­hverj­um skerj­um í kring­um bæ­inn aldrei í byggð. Ein­hverj­ir höfðu hent síld í átt­ina að rost­ungn­um en hann virt­ist lítið kippa sér upp við það. Að lík­ing­um kemst hann ekki að fiskn­um á steyptu und­ir­lag­inu vegna gríðar­stórra tanna. 

    Rostungurinn hafði fengið síld en svo virðist sem það sé …
    Rost­ung­ur­inn hafði fengið síld en svo virðist sem það sé þraut­inni þyngri að éta hana á steyptu mal­bik­inu. ljós­mynd/Á​rni Guðmunds­son
    mbl.is