Loðnan norður af Húnaflóa ný ganga

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar
Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við lít­um á það þannig að þetta sé aðgreind ganga. Þetta er ný ganga sem ekki hef­ur verið mæld áður,“ seg­ir Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, við Morg­un­blaðið í dag um loðnuna sem mæld­ist norður af Húna­flóa.

Leiddi mæl­ing­in til þess að ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um há­marks­afla á yf­ir­stand­andi loðnu­vertíð var hækkuð í gær um 184 þúsund tonn.

Guðmund­ur seg­ir þessa nýju göngu ekki til­efni til að fara í frek­ari rann­sókn­ir að sinni. „Við telj­um okk­ur hafa náð utan um þetta,“ seg­ir hann en viður­kenn­ir að ekki liggi fyr­ir nein skýr­ing á þess­ari göngu. „Í raun ekki. Það er alltaf eitt­hvað nýtt og alltaf eitt­hvað öðru­vísi með loðnuna milli ára.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: