Segir vegið að orðspori sínu

Arnar Þór, til vinstri, ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi.
Arnar Þór, til vinstri, ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi. mbl.is/Árni Sæberg

Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, sem er ann­ar tveggja fyrr­ver­andi blaðamanna Kjarn­ans sem stefndi Páli Vil­hjálms­syni blogg­ara, seg­ir að hann hafi verið hissa að lesa um­mæli Páls um að hann hefði byrlað manni og stolið síma hans. 

Fyr­ir vikið hafi verið ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn Páli.

Lögmaður Arn­ars, Vil­hjálm­ur Hans Vil­hjálms­son, benti á að fleiri um­mæl­um hefði verið beint í átt að blaðamönn­um Kjarn­ans. En Arn­ar sagði að hann hefði dregið línu í sand­inn þegar hann var bendlaður við glæp.

Frá vinstri: Arnar Þór, Vilhjálmur og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður.
Frá vinstri: Arn­ar Þór, Vil­hjálm­ur og Sig­urður G. Guðjóns­son lögmaður. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þetta sagði Arn­ar við vitna­leiðslur í meiðyrðamáli hans og Þórðar Snæs Júlí­us­son­ar, fyrr­ver­andi rit­stjóra Kjarn­ans, gegn Páli. 

Þá sagði hann að orðspor hans hefði verið und­ir og því hefði hann höfðað þetta meiðyrðamál á hend­ur Páli. Hann sagði af og frá að hann hefði komið ná­lægt stuldi á sím­an­um, aðspurður af lög­manni sín­um. 

Hann sagði að lög­regl­an hefði spurt hann við skýrslu­töku hver hans heim­ild­armaður væri.  Arn­ar sagðist eðli­lega ekki hafa gefið það upp til að vernda sinn heim­ild­ar­mann. 

Þá sagði Arn­ar að hann hefði ekki verið spurður út í byrlun held­ur aðeins hvort og þá hvernig hann hefði kom­ist yfir gögn úr um­rædd­um síma.

Lög­regl­an á Norður­landi eystra er enn með málið um meint­an stuld á sím­an­um til rann­sókn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina