Breytingar við þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland samþykktar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stefnan byggist á hugmyndinni um …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stefnan byggist á hugmyndinni um samfélagslegt öryggi og markmiðin séu skýr. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að breyt­ing­ar við þjóðarör­ygg­is­stefnu fyr­ir Ísland hafi verið samþykkt­ar á Alþingi í dag í til­tölu­lega breiðri sátt.

Hún bend­ir á, að fyrsta stefna þess­ar­ar teg­und­ar hafi verið samþykkt árið 2016 og þá hafi verið lagðar þær meg­in­lín­ur að stefn­an skyldi byggð á breiðum grunni. Ekki ein­göngu að snú­ast um hefðbundn­ar hernaðarógn­ir, held­ur einnig sam­fé­lags­leg­ar ógn­ir. Þannig sé fjallað um net- og fjar­skipta­ör­yggi, far­sótt­ir, lofts­lags­vá og aðrar nátt­úru­ham­far­ir og fjár­mála­ör­yggi í stefn­unni fyr­ir utan hernaðarógn­ir.

Stefn­an bygg­ist á hug­mynd­inni um sam­fé­lags­legt ör­yggi og mark­miðin séu skýr: Að tryggja sjálf­stæði, full­veldi, lýðræðis­legt stjórn­ar­far og friðhelgi landa­mæra Íslands, ör­yggi borg­ar­anna og vernd stjórn­kerf­is og mik­il­vægra innviða sam­fé­lags­ins.

„Grund­vall­arþátt­ur er að taka þátt í virku alþjóðasam­starfi á grund­velli alþjóðalaga og með friðsam­lega lausn deilu­mála, af­vopn­un, virðingu fyr­ir lýðræðis­leg­um gild­um, mann­rétt­ind­um og rétt­ar­rík­inu, jafn­rétti kynj­anna og bar­áttu gegn ójöfnuði, hungri og fá­tækt að leiðarljósi.

Ég hef leitt þjóðarör­ygg­is­ráð frá ár­inu 2017 þegar ég tók við embætti for­sæt­is­ráðherra og stefn­an hef­ur verið okk­ur mik­il­væg­ur leiðar­vís­ir til að tak­ast á við krefj­andi viðfangs­efni – það er trú mín að ný­samþykkt stefna verði áfram góður veg­vís­ir á viðburðarík­um tím­um,“ seg­ir Katrín. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina