„Megrunarlyf“ á TikTok veldur áhyggjum

Vefsíðan TikTok er vinsæl víða um heim.
Vefsíðan TikTok er vinsæl víða um heim. AFP/Denis Charlet

Syk­ur­sýk­is­lyfið Ozempic hef­ur verið áber­andi á sam­fé­lags­miðlum vegna þyngd­artaps sem það get­ur haft í för með sér. Vegna vin­sælda lyfs­ins hef­ur skort­ur verið á því víða um heim. Þar að auki vara lækn­ar við mögu­leg­um auka­verk­un­um.

Mynd­skeið und­ir myllu­merk­inu #Ozempic hafa verið skoðuð næst­um 600 millj­ón sinn­um á TikT­ok, þar sem marg­ir not­end­ur segja fylgj­end­um sín­um reglu­lega frá þyngd­artapi sínu.

„Það að missa 40 kíló á inn­an við þrem­ur mánuðum er mögu­legt“ þökk sé Ozempic, sagði fransk­ur TikT­ok-not­andi í færslu sem hann setti inn í des­em­ber. Horft var á hana næst­um 50 þúsund sinn­um.

„Þetta er krafta­verk,“ bætti hann við.

Danska lyfja­fyr­ir­tækið Novo Nordisk stend­ur á bak við lyfið, sem er í sprautu­formi. Upp­haf­lega var lyfið þróað og samþykkt vegna meðferðar gegn syk­ur­sýki 2.

Lyfið hæg­ir á því hversu fljótt mat­ur fer úr maga fólks og dreg­ur úr mat­ar­lyst­inni.

Ljósmynd af sykursýkislyfinu Ozempic.
Ljós­mynd af syk­ur­sýk­is­lyf­inu Ozempic. AFP/​Joel Sa­get

Snemma árs 2021 sýndu niður­stöður rann­sókn­ar að næst­um þrír fjórðuhlut­ar fólks sem notaði lyfið misstu meira en 10 pró­sent af lík­amsþyngd sinni.

Síðan þá hef­ur Novo Nordisk þróað lyfið Wegovy, sem er sér­stak­lega ætlað fyr­ir meðferð gegn offitu. Það var samþykkt af lyfja­eft­ir­lit­inu í Banda­ríkj­un­um árið 2021 og í Evr­ópu og Bretlandi í fyrra.

Þetta hef­ur leitt til þess að fólk sem þjá­ist ekki af syk­ur­sýki hef­ur orðið sér úti um lyf­seðla fyr­ir Ozempic, auk þess sem falsaðir lyf­seðlar hafa verið í um­ferð, að sögn Jean-Luc Faillie, lyfja­sér­fræðings við Mont­p­ellier-há­skóla í Frakklandi.

Douglas Twe­nefour, yf­ir­maður Dia­betes UK, sagði á vefsíðu góðgerðasam­tak­anna að Ozempic „er ekki lyf fyr­ir fólk sem er ekki með syk­ur­sýki eða er í hættu á að fá syk­ur­sýki 2“.

AFP/​Tolga Ak­men

Slitr­ótt fram­boð 

Franska lyfja­eft­ir­litið ANSM hef­ur hvatt lækna til að fram­vísa Ozempic aðeins til syk­ur­sjúkra. Að sögn ANSM hef­ur ekki verið sér­stök „skyndiaukn­ing í notk­un á síðustu mánuðum“. Samt sem áður hef­ur verið „spenna vegna fram­boðs“ um all­an heim.

Novo Nordisk sagði við AFP að eft­ir­spurn hefði verið meiri eft­ir Ozempic en bú­ist var við. Þess vegna hefði fram­boðið verið slitr­ótt og stund­um hefði lyfið ekki verið fá­an­legt víðs veg­ar um heim­inn. 

Fram­leiðsla á lyf­inu hef­ur því verið auk­in og eru starfs­stöðvar „núna opn­ar 24 klukku­stund­ir, sjö daga vik­unn­ar“ til að brúa bilið, að sögn fyr­ir­tæk­is­ins.

AFP/​Joel Sa­get

Lækn­ar segj­ast áhyggju­full­ir yfir því að fólk með syk­ur­sýki geti ekki fengið Ozempic vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar frá fólki sem vill missa auka­kíló.

Kar­ine Clement, sér­fræðing­ur í offitu hjá frönsku lækna­stofn­un­inni INSERM, sagði að þegar lyfið Wegovy verður fá­an­legt sé mik­il­vægt að fólk fylgi því sem stend­ur á lyf­seðlin­um.

„Þetta er ekki töfra­lyf,“ sagði hún. „Eins og málið er alltaf varðandi offitu þá þarf að fylgja því yf­ir­grips­mik­il meðferðaráætl­un.“

mbl.is