TikTok-bann of harkaleg viðbrögð

TikTok er sérstaklega vinsælt meðal ungs fólks.
TikTok er sérstaklega vinsælt meðal ungs fólks. AFP

Kín­verj­ar saka Banda­ríkja­menn um að bregðast of harka­lega við eft­ir að rík­is­starfs­menn fengu þau fyr­ir­mæli í gær að þeir hefðu 30 daga til að eyða sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok úr snjall­tækj­um sín­um.

Miðill­inn er í eigu kín­verska fyr­ir­tæk­is­ins ByteD­ance, en ásak­an­ir hafa verið uppi um að fyr­ir­tækið safni sam­an upp­lýs­ing­ur um not­end­ur og komi þeim áfram til kín­verskra yf­ir­valda. Áhyggj­ur stjórn­valda í vest­ræn­um ríkj­um hafa því vaknað yfir notk­un miðils­ins.

Mao Ning, talsmaður kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, sak­ar Banda­ríkja­menn um að mis­nota vald sitt til að bæla niður er­lend fyr­ir­tæki. „Við mót­mæl­um staðfast­lega þess­um óeðli­legu aðgerðum,“ sagði Ning við frétta­menn í dag.

„Banda­ríkja­menn ættu að virða lög­mál markaðar­ins og eðli­lega sam­keppni, hætta að bæla niður fyr­ir­tæki og skapa sann­gjarnt um­hverfi fyr­ir er­lend fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um,“ sagði hún jafn­framt. Það væri ástæðulaust að ótt­ast vin­sæl­asta smá­for­rit unga fólks­ins.

Þing­mönn­um Evr­ópuþings­ins og dönsk­um þingu­mönn­um hef­ur einnig verið bannað að nota TikT­ok, sem og op­in­ber­um starfs­mönn­um í Kan­ada.

mbl.is