Snarræði bjargaði áhöfn línubáts

Jón Páll Jakobsson útgerðarmaður í Noregi missti bátinn í bruna. …
Jón Páll Jakobsson útgerðarmaður í Noregi missti bátinn í bruna. Hann segir mildi að ekki fór verr og allir í áhöfn komust lífs af. Báturinn er stórskemmdur og verður fargað. Ljósmynd/Aðsend

Hinn 14. fe­brú­ar síðstliðinn kviknaði skyndi­lega í línu­bátn­um Jakobi sem gerður er út frá Båts­fjord í Norður-Nor­egi. Jón Páll Jak­obs­son frá Bíldu­dal var skip­stjóri um borð og er meiri­hluta­eig­andi út­gerðar­inn­ar. Hann seg­ir ótrú­legt að hafa kom­ist frá borði enda hafi aðeins liðið nokkr­ar mín­út­ur frá því að reyk­ur upp­götv­ast í mynda­véla­kerf­inu og þar til bát­ur­inn er al­elda.

Í fyrstu geng­ur erfiðlega að átta sig á því hvaðan reyk­ur­inn kem­ur. Allt í einu finn­ur Jón Páll að hon­um er að hitna mikið. „Ég fer fram og það var komið myrk­ur, bát­ur­inn yf­ir­byggður og við kveikj­um á ljós­köst­ur­um á efsta dekki. Þar sjá­um við bara kol­svart­an reyk sem gýs upp. Það sem verra er að björg­un­ar­bát­ur­inn brenn­ur. […] Þetta er það versta sem ger­ist um borð í skipi held ég. Maður verður frek­ar lít­ill þegar þetta ger­ist.“

Miklar skemmdir urðu á bátnum sem er ónýtur eftir brunann.
Mikl­ar skemmd­ir urðu á bátn­um sem er ónýt­ur eft­ir brun­ann. Aðsend

Það mátti litlu muna að þriggja manna áhöfn báts­ins yrði að stökkva frá borði í myrkrið og kald­an sjó­inn eða verða eld­in­um að bráð. Það tókst hins veg­ar að sigla í flýti að næstu höfn og klifra upp á bryggj­una. „Það var fjara og þegar ég kom mér upp á bryggju og lá þar varð yf­ir­t­endr­un ein­hverj­um 10 eða 20 sek­únd­um seinna.“

Hvernig held­ur maður höfðinu köldu við svona aðstæður?

„Ég veit það ekki. Ég hélt ró minni all­an tím­ann og strák­arn­ir sem voru með mér líka. En við gerðum okk­ur grein fyr­ir að þetta yrði erfitt, við vor­um í mik­illi lífs­hættu. Ég vil ekki hugsa það til enda hvað hefði getað gerst ef við hefðum verið á öðrum stað. Sem bet­ur fer vor­um við bún­ir að vera með brunaæf­ing­ar reglu­lega.“ 

Nán­ar er rætt við Jón Pál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: