Endurskoða loðnuveiðiráðgjöf

Loðnuveiðar úti fyrir Þorlákshöfn fyrir nokkrum árum.
Loðnuveiðar úti fyrir Þorlákshöfn fyrir nokkrum árum. mbl.is/Golli

Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur ákveðið að end­ur­skoða loðnu­veiðiráðgjöf sem gef­in var út 24. fe­brú­ar fyr­ir nú­ver­andi fisk­veiðiár.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar en þar seg­ir jafn­framt að end­ur­skoðunin fel­ist í því að stofn­un­in telji óhætt að hverfa frá ráðgjöf um svæðaskipt afla­mark. 

„End­ur­skoðunin bygg­ir á ít­ar­legri yf­ir­ferð veiðiskipa fyr­ir Norður­landi, með sér­staka áherslu á Húna­flóa­svæðið, ásamt könn­un rann­sókna­skips­ins Bjarna Sæ­munds­son­ar og veiðiskips­ins Venus­ar NS út af norðan­verðum Vest­fjörðum dag­ana 27. fe­brú­ar til 2. mars. Þess­ar at­hug­an­ir gefa til kynna að loðnan sem mæld­ist út af Húna­flóa 12.-21. fe­brú­ar sé nú á göngu vest­ur fyr­ir land.“

Gert er ráð fyr­ir því að loðnan muni hrygna þar en ekki fyr­ir norðan land líkt og var for­senda fyrri ráðgjaf­ar um að veiðar fari fram fyr­ir norðan land. Heild­arafla­markið er hins­veg­ar óbreytt frá fyrri ráðgjöf, eða 459 800 tonn, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

mbl.is