Huga að frystingu loðnuhrogna

Loðnuskipin hafa færst meðfram suðurströndini og eru flest á veiðum …
Loðnuskipin hafa færst meðfram suðurströndini og eru flest á veiðum út af Reykjanesi. mbl.is/Börkur Kjartansson

Útgerðir loðnuskipa telja sig hafa gengið úr skugga um að loðna sé ekki til staðar í veiðanlegu magni fyrir Norðurlandi og að hún sé komin vestur fyrir Vestfirði á hefðbundna slóð vestanganga. Sjómennirnir einbeita sér því að loðnuveiðum við Reykjanes, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Loðnan er að ná nægjanlegri hrognafyllingu fyrir Japansmarkað og mun hrognataka hefjast einhvern næstu daga, hugsanlega í dag eða á morgun.

„Skipin leituðu fyrir norðan land í gær [fyrradag], fjöldi skipa fór yfir svæðið, að hluta til í samvinnu við Hafró. Þessar göngur eru örugglega komnar vestur fyrir land. Búið er að sýna fram á að hún hrygnir ekki fyrir norðan. Það virðist liggja fyrir að þetta séu hefðbundnar vestangöngur, sem betur fer,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: