Huga að frystingu loðnuhrogna

Loðnuskipin hafa færst meðfram suðurströndini og eru flest á veiðum …
Loðnuskipin hafa færst meðfram suðurströndini og eru flest á veiðum út af Reykjanesi. mbl.is/Börkur Kjartansson

Útgerðir loðnu­skipa telja sig hafa gengið úr skugga um að loðna sé ekki til staðar í veiðan­legu magni fyr­ir Norður­landi og að hún sé kom­in vest­ur fyr­ir Vest­f­irði á hefðbundna slóð vestanganga. Sjó­menn­irn­ir ein­beita sér því að loðnu­veiðum við Reykja­nes, að því er seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag.

Loðnan er að ná nægj­an­legri hrogna­fyll­ingu fyr­ir Jap­ans­markað og mun hrogna­taka hefjast ein­hvern næstu daga, hugs­an­lega í dag eða á morg­un.

„Skip­in leituðu fyr­ir norðan land í gær [fyrra­dag], fjöldi skipa fór yfir svæðið, að hluta til í sam­vinnu við Hafró. Þess­ar göng­ur eru ör­ugg­lega komn­ar vest­ur fyr­ir land. Búið er að sýna fram á að hún hrygn­ir ekki fyr­ir norðan. Það virðist liggja fyr­ir að þetta séu hefðbundn­ar vestang­öng­ur, sem bet­ur fer,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað.

Fjallað er nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: