Færeysku loðnuskipin hafa landa títt á Fáskrúðsfirð og er Tröndur væntanlegur þangað í kvöld með 1.200 tonn af loðnu og Högaberg með rúmlega 1.600 tonn. Að þessum afla meðtöldum munu færeysku skipin hafa landað rúmlega 5.400 tonnum á Fáskrúðsfirði á fimm dögum.
Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar að Finnur Fríði hafi lokið löndun og haldið til veiða á ný í gærkvöldi, en skipið kom til Fáskrúðsfjarðar síðastliðinn fimmtudag með 1.400 tonn. Verið er að ljúka löndun úr Götunesi sem lagði við bryggju föstudagskvöld með 1.200 tonn sem fengust um 20 mílur norðan við Reykjanes, en reiknað er að skipið haldi á miðin aftur í kvöld.
Samhliða tíðum landana færeysku skipanna er von á Hoffelli SU, skipið Loðnuvinnslunnar, til Fáskrúðsfjarðar í kvöld með um 2.000 tonna loðnuafla.
Hrognatakan hófst hjá Loðnuvinnslunni í síðustu viku og er gert ráð fyrir að það verði nóg að gera í því næstu daga.