5.400 tonn til Fáskrúðsfjarðar á fimm dögum

Færeyska skipið Götunes er með þeim glæsilegri á miðunum og …
Færeyska skipið Götunes er með þeim glæsilegri á miðunum og kom það til Fáskrúðsfjarðar með 1.200 tonn af loðnu á föstudag. mbl.is/Börkur Kjartansson

Fær­eysku loðnu­skip­in hafa landa títt á Fá­skrúðsfirð og er Trönd­ur vænt­an­leg­ur þangað í kvöld með 1.200 tonn af loðnu og Höga­berg með rúm­lega 1.600 tonn. Að þess­um afla meðtöld­um munu fær­eysku skip­in hafa landað rúm­lega 5.400 tonn­um á Fá­skrúðsfirði á fimm dög­um.

Fram kem­ur á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar að Finn­ur Fríði hafi lokið lönd­un og haldið til veiða á ný í gær­kvöldi, en skipið kom til Fá­skrúðsfjarðar síðastliðinn fimmtu­dag með 1.400 tonn. Verið er að ljúka lönd­un úr Götu­nesi sem lagði við bryggju föstu­dags­kvöld með 1.200 tonn sem feng­ust um 20 míl­ur norðan við Reykja­nes, en reiknað er að skipið haldi á miðin aft­ur í kvöld.

Finnur Fríði hélt til veiða á ný í gærkvöldi.
Finn­ur Fríði hélt til veiða á ný í gær­kvöldi. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son

Sam­hliða tíðum land­ana fær­eysku skip­anna er von á Hof­felli SU, skipið Loðnu­vinnsl­unn­ar, til Fá­skrúðsfjarðar í kvöld með um 2.000 tonna loðnu­afla.

Hrogna­tak­an hófst hjá Loðnu­vinnsl­unni í síðustu viku og er gert ráð fyr­ir að það verði nóg að gera í því næstu daga.

mbl.is