Game of Thrones-stjarna gekk í það heilaga

Breska leikkonan Natalie Dormer giftist ástinni við fallega en lágstemmda …
Breska leikkonan Natalie Dormer giftist ástinni við fallega en lágstemmda athöfn. Ljósmynd/imdb.com

Game of Thrones-stjarn­an Na­talie Dor­mer gekk í það heil­aga með eig­in­manni sín­um, Dav­id Oa­kes, við leyni­lega og róm­an­tíska at­höfn. Hjón­in eiga sam­an eina dótt­ur sem kom í heim­inn í janú­ar 2021. 

Dor­mer er lík­lega hve þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt sem Marga­ery Tyr­ell í sjón­varpsþáttaröðum Game of Thrones, en hún hef­ur einnig leikið í stór­mynd­um á borð við Hun­ger Games og Captain America. 

Brúðkaupið fal­legt en lág­stemmt

Fram kem­ur á vef Daily Mail að brúðkaup Dor­mer og Oa­kes hafi verið fal­legt en lág­stemmt. Að at­höfn lok­inni nutu hjón­in kvölds­ins með sín­um nán­ustu og drukku espresso mart­ini-kokteila. 

Dor­mer og Oa­kes byrjuðu sam­an árið 2019 eft­ir að hafa leikið sam­an í leik­rit­inu Ven­us in Fur tveim­ur árum áður. Domer var áður trú­lofuð leik­stjór­an­um Ant­ony Byr­ne, en þau skildu árið 2018 eft­ir að hafa verið sam­an í 11 ár.

mbl.is