„Nóg boðið af þessu djöfulsins virðingarleysi“

Vilhjálmur Ólafsson kveðst búinn að fá sig full saddann af …
Vilhjálmur Ólafsson kveðst búinn að fá sig full saddann af seinagangi með útgáfu reglugerðar um grásleppuveiðar ársins. Ljósmynd/Aðsend

Grá­sleppu­sjó­menn eru sum­ir hverj­ir ekki par sátt­ir við að búa við þá óvissu að ekki hafi verið gef­in út reglu­gerð um hvernig veiðum verður háttað og hve mikið má veiða. Stutt er til stefnu og kostnaðarsamt er að halda við búnaði og bíða átekta stjórn­valda.

„Ef það verður hefðbund­in vertíð eru um fimmtán daga í að við meg­um hefja veiðar, en það ból­ar ekk­ert á neinni reglu­gerð eða hvernig þess­um veiðum verður háttað. Það er full­kom­in óvissa enn eitt árið,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Ólafs­son.

„Mér er nóg boðið af þessu djöf­uls­ins virðing­ar­leysi sem okk­ur er sýnt. Þetta eru menn sem eru að vinna lang­an og erfiðan vinnu­dag og eiga ekki skilið svona fram­komu. Það er eng­inn starfsmaður á Íslandi sem þarf að búa við óvissu um það hvenær hann á að byrja að vinna – í vinnu sem er þó ár­viss. Við vit­um ekki einu sinni hversu marga daga við meg­um vera að og vit­um því ekki hvort þetta muni yfir höfuð borga sig, kannski eru þetta of fáir dag­ar sem um ræðir,“ seg­ir hann.

Umgjörð veiðanna er ekki þekkt, en stutt er þar til …
Um­gjörð veiðanna er ekki þekkt, en stutt er þar til þær eiga að hefjast. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Undr­ar sig á for­gangs­röðun­inni

Vil­hjálm­ur seg­ir löngu orðið tíma­bært að grá­sleppu­sjó­menn fái tæki­færi til að skipu­leggja veiðar árs­ins og undr­ar sig á þeirri for­gangs­röðun að boða aukið eft­ir­lit með veiðunum, án þess að grá­sleppu­sjó­menn viti hvaða regl­ur munu gilda um veiðarn­ar.

„Það þarf tíma að skipu­leggja sig, út­búa net og gera bát­anna klára. Við vit­um ekki einu sinni hvort við fáum að veiða. […] Það er búið að kosta okk­ur um millj­ón bara að viðhalda búnaðinum fyr­ir grá­sleppu­veiðarn­ar,“ seg­ir hann.

Kveðst Vil­hjálm­ur ekki mót­fall­inn því að eft­ir­lit sé haft með veiðunum og seg­ir slíkt nauðsyn­legt til að tryggja að hlut­irn­ir eru eins og þeir eiga að vera, hins veg­ar sé mat á um­fangi meðafla grá­sleppu­veiðanna í formi fugla og sela stór­lega ýkt.

Í ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar vegna grá­sleppu­veiða síðasta árs var kom fram upp­hafs­ráðgjöf vegna veiða þessa árs og nam hún 1.627 tonn­um, en á síðasta ári var ráðlagður há­marks­afli 6.972 tonn.

End­an­leg ráðgjöf vegna veiða þessa árs verður gef­in út á grund­velli stofn­mæl­ingu að vori, en haldi var í svo­kallað marsrall 27. fe­brú­ar síðastliðinn og eru enn nokkr­ar vik­ur þar til leiðangri lýk­ur.

mbl.is