Nýjasta parið í Hollywood gerir allt vitlaust

Tyga og Avril Lavigne eru nýtt par.
Tyga og Avril Lavigne eru nýtt par. Samsett mynd

Rapp­ar­inn Tyga og tón­list­ar­kon­an Avril Lavig­ne eru sögð vera nýj­asta parið í Hollywood eft­ir að mynd­ir náðust af þeim deila koss­um í borg ástar­inn­ar, Par­ís í Frakklandi. 

Tyga og Lavig­ne eru stödd á tísku­vik­unni í Par­ís um þess­ar mund­ir, en fram kem­ur á vef Page Six að parið hafi verið ófeimið við að kyss­ast og hald­ast í hend­ur á tísku­sýn­ing­um. Þá hafi þau einnig sést á nokkr­um stefnu­mót­um í borg­inni. 

Rétt tæp­ar tvær vik­ur eru liðnar frá því Lavig­ne sleit trú­lof­un sinni við tón­list­ar­mann­inn Mod Sun óvænt. Þau höfðu verið í sam­bandi í rúm­lega tvö ár og trú­lofuð í eitt ár, en Sun fór ein­mitt á skelj­arn­ar í Par­ís hinn 27. mars 2022. 

mbl.is