„Næstum allar“ fyrrverandi kærusturnar hafi haldið framhjá

Cole Sprouse talar opinskátt um ástarlíf sitt í væntanlegum hlaðvarpsþætti …
Cole Sprouse talar opinskátt um ástarlíf sitt í væntanlegum hlaðvarpsþætti Call Her Daddy. AFP

Leik­ar­inn Cole Sprou­se tal­ar op­in­skátt um ástar­líf sitt í vænt­an­leg­um hlaðvarpsþætti Call Her Daddy. Þar grein­ir hann meðal ann­ars frá því að „næst­um all­ar“ fyrr­ver­andi kær­ust­ur hans hafi haldið fram­hjá hon­um. 

Í þætt­in­um tal­ar Sprou­se meðal ann­ars um fyrr­ver­andi kær­ustu sína, leik­kon­una Lili Rein­hart, og seg­ir sam­band þeirra hafa valdið mikl­um skaða fyr­ir þau bæði. 

Fyrrverandi leikaraparið Lili Reinhart og Cole Sprouse.
Fyrr­ver­andi leik­arap­arið Lili Rein­hart og Cole Sprou­se. Sam­sett mynd

„Þetta var mjög erfitt“

Sprou­se og Rein­hart kynnt­ust við upp­tök­ur á hinum geysi­vin­sælu þátt­um, Ri­ver­dale, sem þau fóru bæði með stórt hlut­verk í. Eft­ir tæp­lega þriggja ára sam­band ákváðu þau að fara hvort í sína átt­ina í maí 2020. 

„Þetta var mjög erfitt. Ég veit að við höf­um valdið hvort öðru tölu­verðum skaða,“ seg­ir hann í viðtal­inu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by CALL HER DADDY (@call­her­daddy)

mbl.is