2.900 tonn í sex köstum

Loðnan streymir um borð í Börk NK. Veiðin hfeur gengið …
Loðnan streymir um borð í Börk NK. Veiðin hfeur gengið mjög vel að sögn skipstjóran. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

„Við feng­um gott kast í morg­un um 10 míl­ur vest­ur af Hafn­ar­leirn­um og fyllt­um. Um borð eru kom­in rúm 2.900 tonn. Þenn­an afla feng­um við í sex köst­um,“ seg­ir Hjörv­ar Hjálm­ars­son, skip­stjóri á Berki NK, um loðnu­veiðarn­ar í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Börk­ur var í morg­un ásamt fjölda loðnu­skipa á veiðum út af Reykja­nesi, en einnig hef­ur verið veitt aust­ur af Vest­manna­eyj­um síðustu daga.

„Hér eru öll skip að vinna og það er mikið að sjá af loðnu. Fram­haldið lít­ur líka vel út. Það er nýtt efni að koma á þess­ar slóðir og svo eru ein­hverj­ar frétt­ir af vestang­öngu. Það er sagt að það sé kom­in loðna í Víkurál­inn. Veður­spá­in framund­an er hag­stæð og það eyk­ur lík­urn­ar á því að kvót­inn ná­ist. Það er því full ástæða til bjart­sýni. Þessi vertíð hef­ur verið ein­stak­lega góð, mikið að sjá af loðnu og veðrið hag­stætt. Þetta er miklu betri vertíð í alla staði en vertíðin í fyrra þó kvót­inn sé minni. Það virðist ein­fald­lega mun meiri loðna vera á ferðinni núna,“ seg­ir Hjörv­ar.

Beitir NK á loðnumiðum.
Beit­ir NK á loðnumiðum. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Óskar Stef­áns­son

Fram kem­ur í færsl­unni að hrogna­vinnsl­an í Nes­kaupstað gangi vel og að nú sé verið að vinna hrogn úr Beiti NK. Gert er ráð fyr­ir að unn­in verða hrogn úr Vil­helm Þor­steins­syni EA og Há­koni EA í fram­hald­inu, auk þess sem Bjarni Ólafs­son AK er á land­leið með full­fermi,

Barði NK er ný­kom­inn á miðin og fengu græn­lensku skip­in Pol­ar Amar­oq og Pol­ar Ammassak góðan afla fyr­ir aust­an Vest­manna­eyj­ar í gær en eru nú kom­in að Reykja­nesi.

mbl.is